Jón Gunnsteinsson Hjálmarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Gunnsteinsson Hjálmarsson.

Jón Gunnsteinsson Hjálmarsson vélstjóri fæddist 30. desember 1922 í Dölum og lést 31. ágúst 2014.
Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson frá Dölum, f. 5. júní 1899 í Bólstað í Mýrdal, d. 25. júlí 1968, og kona hans Guðbjörg Einara Helgadóttir húsfreyja, f. 16. október 1898 Gili í Fljótum í Skagafirði, d. 23. júní 1958.

Börn Hjálmars og Guðbjargar:
1. Þorgerður, f. 14. janúar 1921, d. 28. maí 2004.
2. Jón Gunnsteinsson, f. 30. desember 1922, d. 31. ágúst 2014.
3. Kristín Helga, f. 11. mars 1925, d. 21. ágúst 1995.
4. Svava, f. 16. ágúst 1929, d. 16. janúar 1988.
5. Sveinbjörn, f. 11. september 1931.
6. Jakobína, f. 2. nóvember 1932.
Barn Hjálmars fyrir hjónaband; með Þórunni Guðmundsdóttur, síðar húsfreyju í Fíflholts-Vesturhjáleigu, f. 28. apríl 1888, d. 24. nóvember 1972:
7. Markús Hjálmarsson sjómaður, bóndi, iðnverkamaður, f. 27. desember 1918, d. 18. október 2010. Kona hans Þórhildur Þorgeirsdóttir.

Jón ólst upp í Eyjum, var í Dölum 1922, með foreldrum sínum á Reynivöllum 1930 og 1934, í Vestra-Stakkagerði 1940 og í Bragga við Urðaveg 1945 og enn 1949.
Hann lauk barnaskóla 1936 og mótorvélstjóraprófi í Reykjavík og viðbótarnámskeið hjá Fiskifélagi Íslands 1947.
Hann var vélstjóri á Skaftfellingi VE-33 1942-1946, á Erlingi VE-295 1947, Veigu VE-291 1948, á Baldri VE-24 1948-1949, á Ingvari Guðjónssyni EA-18 1949-1954, og síðan einn vetur á Ásþóri NS 9 frá Seyðisfirði.
Hann hóf störf hjá Olíufélaginu við uppsetningu og viðgerðir á kynditækjum, en síðar á bensíndælum til starfsloka 1994.

Kona Jóns var Soffía Guðrún Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1931 á Siglufirði, d. 11. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Björn Jóhann Aðalbjörnsson verkamaður, f. 29. mars 1906 á Máná við Siglufjörð, d. 21. maí 1966 og Sæmundsína Petrína Friðbjörnsdóttir, f. 28. júlí 1896 á Dalvík, d. 18. maí 1989.
Börn þeirra:
1. Jóhann Pétur Jónsson skrifstofustjóri, f. 18. maí 1953. Kona hans Kristín Salóme Steingrímsdóttir.
2. Einar Hjálmar Jónsson byggingatæknifræðingur í Reykjavík, f. 22. nóvember 1957 í Reykjavík. Kona hans Erla Jóna Erlingsdóttir.
3. Hafdís Jónsdóttir skrifstofumaður, f. 25. ágúst 1962. Maður hennar Georg Kult.
4. Kristrún Jónsdóttir kennari, f. 18. febrúar 1973. Maður hennar Ólafur Fannar Vigfússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.