Þorgerður Hjálmarsdóttir (Reynivöllum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þorgerður Hjálmarsdóttir.

Þorgerður Hjálmarsdóttir húsfreyja fæddist 14. janúar 1921 í Dölum og lést 28. maí 2004 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Jónsson frá Dölum, f. 5. júní 1899 í Bólstað í Mýrdal, d. 25. júlí 1968, og kona hans Guðbjörg Einara Helgadóttir húsfreyja, f. 16. október 1898 Gili í Fljótum í Skagafirði, d. 23. júní 1958.

Börn Hjálmars og Guðbjargar:
1. Þorgerður, f. 14. janúar 1921, d. 28. maí 2004.
2. Jón Gunnsteinsson, f. 30. desember 1922, d. 31. ágúst 2014.
3. Kristín Helga, f. 11. mars 1925, d. 21. ágúst 1995.
4. Svava, f. 16. ágúst 1929, d. 16. janúar 1988.
5. Sveinbjörn, f. 11. september 1931.
6. Jakobína, f. 2. nóvember 1932.
Barn Hjálmars fyrir hjónaband; með Þórunni Guðmundsdóttur, síðar húsfreyju í Fíflholts-Vesturhjáleigu, f. 28. apríl 1888, d. 24. nóvember 1972:
7. Markús Hjálmarsson, f. 27. desember 1918, d. 18. október 2010.

Þorgerður var með foreldrum sínum í Dölum, á Reynivöllum, í Vestra-Stakkagerði.

Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1937. Auk heimilisstarfa vann hún við ræstingar og síðar við afgreiðslu í Versluninni Kjalfell. Einnig vann hún á Borgarspítalanum til starfsloka.
Hún giftist Bjarna Benedikt 1945. Þau eignuðust fjögur börn.

I. Maður Þorgerðar, (16. júlí 1945), var Bjarni Benedikt Óskarsson silfursmiður, f. 3. mars 1920, d. 4. júní 1990. Foreldrar hans voru Halldóra Benediktsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1895, d. 3. júní 1942 og Björgvin Óskar Benediktsson, f. 28. júlí 1894, d. 3. júlí 1979.
Börn þeirra:
1. Björgvin Óskar Bjarnason, f. 8. mars 1945. Kona hans Inga Lára Bragadóttir húsfreyja.
2. Guðjón Bjarnason, f. 1. október 1949. Sambýliskona hans Margretha Anderson húsfreyja.
3. Halldór Bjarnason, f. 10. desember 1953. Kona hans Jensína Kristín Jensdóttir húsfreyja.
4. Hjálmar Bjarnason, f. 11. maí 1958. Kona hans Þórey Þóranna Þórarinsdóttir húsfreyja.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.