Dóra Björg Óskarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Dóra Björg og Helgi Guðjón Ragnar Maríasson.

Dóra Björg Óskarsdóttir húsfreyja fæddist 6. maí 1947 að Fífilgötu 5.
Foreldrar hennar voru Óskar Steindórsson kvikmyndasýningamaður, f. 28. maí 1920, d. 14. febrúar 2002 og kona hans Margrét Ólafía Eiríksdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1921, d. 21. júní 2008.

Börn Margrétar og Óskars:
1. Ólöf Erna Óskarsdóttir öryrki, f. 2. apríl 1945, d. 23. september 2021.
2. Dóra Björg Óskarsdóttir skrifstofumaður, f. 6. maí 1947. Maki hennar Helgi Ragnar Maríasson.
3. Hallgrímur Helgi Óskarsson prenttæknir, f. 17. desember 1949 í Reykjavík. Kona hans Pálína Halldóra Magnúsdóttir.

Dóra var með foreldrum sínum og flutti með þeim til Reykjavíkur 1948.
Hún var skrifstofumaður hjá Flugleiðum.
Þau Helgi Guðjón giftu sig, eignuðust ekki börn. Þau fluttu til Noregs 1972.
Helgi lést 2001.

I. Maður Dóru Bjargar, (27. maí 1978), var Helgi Guðjón Ragnar Maríasson frá Hafnarfirði, rak bókhaldsfyrirtæki í Noregi, f. 8. nóvember 1939 á Ísafirði, d. 20. maí 2001. Foreldrar hans voru Marías Þorsteinsson sjómaður á Ísafirði, f. 25. mars 1906, drukknaði frá Keflavík 9. febrúar 1946, og Elísabet Helgadóttir frá Eiríksstöðum í Ögursókn, f. 12. febrúar 1898, d. 31. janúar 1945.
Fósturmóðir Helga var Þuríður Pálsdóttir að Austurvegi 38 í Hafnarfirði, ekkja, f. 2. júlí 1889, d. 23. september 1978..


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.