Karólína Kristín Waagfjörð
Karólína Kristín Waagfjörð frá Garðhúsum, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 19. apríl 1923 og lést 10. nóvember 2011 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hennar voru Jón Waagfjörð málarameistari, bakarameistari, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1890 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968.
Börn Kristínar og Jóns Waagfjörðs voru:
1. Jón Waagfjörð yngri málari, bakari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005.
2. Lilja Kristín Waagfjörð, f. 13. apríl 1921 í Garðhúsum, d. 9. apríl 1924.
3. Karólína Kristín Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 19. apríl 1923 í Garðhúsum, d. 10. nóvember 2011.
4. Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, f. 1. maí 1924, d. 13. september 2007.
5. Jónína Lilja Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1926 í Garðhúsum, d. 10. janúar 2009.
6. Ásta Waagfjörð, f. 21. janúar 1928 í Garðhúsum, d. 29. janúar 1928.
7. Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 15. febrúar 1929 í Garðhúsum, d. 15. september 2010.
8. Óskar Waagfjörð, f. 15. febrúar 1929.
9. Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010.
10. Stúlka Waagfjörð, f. 22. nóvember 1931 í Garðhúsum, d. 24. nóvember 1931.
11. Anna Waagfjörð, f. 2. september 1934 í Garðhúsum, d. 24. apríl 2002.
Karólína var með fjölskyldu sinni í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1940 og naut kennslu í IV. bekk skólans, en engin próf voru þreytt.
Hún nam hjúkrunarfræði við Hjúkrunarskólann og lauk námi í september 1946, var hjúkrunarfræðingur við handlæknisdeild Landspítalans september 1946 til janúar 1948, vann á skurðstofu apríl 1948 til september 1948, á fæðingadeild október 1948 til maí 1949. Hún vann á Vífilsstöðum frá júní til október 1949. Karólína vann á sumrum 1950-1952 á Landspítalanum.
Þau Snorri Páll fluttust til Boston vegna sérfræðináms hans í hjartasjúkdómum frá október 1954 til nóvembers 1955 og þar vann Karólína hjúkrunarstörf við Massachusset General Hospital á sama skeiði.
Hún vann síðan við Landspítalann til 1959, en þá á læknastofu Snorra Páls til 1985.
Þau Snorri Páll giftu sig 1948, eignuðust tvö börn, bjuggu í Reykjavík.
Þau dvöldu að síðustu á Droplaugarstöðum.
Snorri Páll lést 2009 og Karólína Kristín 2011.
I. Maður Karólínu Kristínar, (18. september 1948), var Snorri Páll Snorrason læknir, prófessor í lyflækningum, f. 22. maí 1919 í Rauðavík á Árskógsströnd í Eyjafirði, d. 16. maí 2009. Foreldrar hans voru Snorri Halldórsson læknir á Breiðabólstað í Hörglandshreppi í V-Skaft., f. 18. október 1889, d. 15. júlí 1942, og fyrri kona hans Þórey Einarsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1888, d. 29. mars 1989.
Börn þeirra:
1. Snorri Páll Snorrason vélfræðingur í Eyjum, f. 24. febrúar 1959. Kona hans er Helga Steinunn Þórarinsdóttir.
2. Kristín Snorradóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 2. febrúar 1963. Maður hennar er Magnús Jakobsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Morgunblaðið 21. nóvember 2011. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.