Karítas Jónsdóttir (mormóni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Karítas Jónsdóttir vinnukona frá Lágu-Kotey í Meðallandi fæddist 7. júlí 1834 og lést í Danmörku 25. nóvember 1882.
Foreldrar hennar voru Jón Brynjólfsson frá Smyrlabjörgum í Suðursveit, bóndi í Lágu-Kotey, á Undirhrauni og Söndum í Meðallandi, f. 1800, d. 17. janúar 1863 í Hrífunesi í Skaftártungu og kona hans Evlalía Erlendsdóttir húsfreyja frá Bakkakoti í Meðallandi, f. 9. febrúar 1798, d. 17. febrúar 1858 á Söndum.

Karítas var fósturbarn í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1845, kom frá Vesturholtum þar til foreldra sinna á Söndum 1849 og var þar til 1850. Hún var vinnukona í Hrífunesi 1850-1853, hjá foreldrum sínum á Söndum 1853-1855.
Karítas kom til Eyja úr Meðallandi 1855 og var vinnukona á Ofanleiti í lok ársins, í Godthaab 1856.
Karítas var í hópi fyrstu mormóna í Eyjum og var í hópi 20 manna, sem presturinn skráði farna til Vesturheims 1857.
Þar voru m.a.:
1. Magnús og
2. Þuríður frá Helgahjalli með
3. Dóttur þeirra Kristín eins árs
4. Loftur Jónsson og fjölskylda hans
5. Guðný Erasmusdóttir ekkja, síðar viðbótarkona Magnúsar í Helgahjalli
6. Vigdís Björnsdóttir
7. Kristín Magnúsdóttir
8. Karítas Jónsdóttir
9. Anna Guðlaugsdóttir.
Auk þess er talin meðal Ameríkufara Ingunn Larsdóttir, en hún mun hafa haldið til Danmerkur, er til Englands kom.
Karítas var leigjandi í Kaupmannahöfn 1870.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.