Guðný Erasmusdóttir (Ömpuhjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðný Erasmusdóttir húsfreyja í Hallbergshúsi og Ömpuhjalli fæddist 6. september 1794 á Kirkjulæk í Fljótshlíð og lést 14. júní 1888 í Vesturheimi.

Faðir hennar var Erasmus bóndi á Kirkjulæk, f. 1750, d. 29. jan. 1828, Eyjólfsson bónda í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1762, f. 1693, d. 1767, Jónssonar bónda í Hörglandskoti á Síðu, f. (1660), d. fyrir mt 1703, Skúlasonar, og konu Jóns Skúlasonar, Guðnýjar húsfreyju, f. 1661, Arnbjarnardóttur.
Móðir Erasmusar á Kirkjulæk og síðari kona Eyjólfs í Stóru-Mörk var Helga húsfreyja, f. 1719, d. 4. febrúar 1804, Eyjólfsdóttir bónda á Flókastöðum í Fljótshlíð og Uppsölum í Hvolhreppi, f. 1689, d. 1762, Þorsteinssonar.

Móðir Guðnýjar Erasmusdóttur var Katrín húsfreyja, f. 1766, d. 21. júní 1834, Ásgeirsdóttir, bónda Kirkjulæk, f. 1732, d. 18. september 1805, Jónssonar Magnússonar, og konu Jóns Magnússonar, Þuríðar húsfreyju, f. 1706, d. 27. október 1785, Gísladóttur bónda og lögréttumanns í Stóru-Mörk, Þorlákssonar.
Móðir Katrínar á Kirkjulæk og kona Ásgeirs var Margrét húsfreyja á Kirkjulæk 1801, f. 1737, Sigurðardóttir.

Guðný var systir
1. Ingibjargar Erasmusdóttur húsfreyju i Ömpuhjalli og á Kirkjubæ,
2. Þuríðar Erasmusdóttur húsfreyju í Gvendarhúsi.
3. Höllu Erasmusdóttur vinnukonu.
4. Bróðir þeirra var Eyjólfur Erasmusson bóndi á Vesturhúsum.

Guðný var með foreldrum sínum og fjölskyldu á Kirkjulæk 1801. Hún var vinnukona á Kanastöðum í A-Landeyjum 1816, á Fagurhól þar 1824, í Miðey þar 1829.
Hún fluttist frá Miðey til Eyja 1830 með Árna og og bjó í Tómthúsi¹), en í Hallbergshúsi 1835 með Árna og börnunum Helgu 2 ára og Guðnýju 1 árs.
Hún var í Árnahúsi 1836 með Árna og börnunum Guðnýju á 2. ári og Helgu 3 ára.
Þau voru í Ömpuhjalli 1840 með sömu börn, en 1845 var Helga farin, en hún var þá 13 ára vinnukona í Godthaab.
Árni lést 1847, og 1850 var Guðný ekkja og tómthúskona í Ömpuhjalli með Guðnýju 15 ára hjá sér.
Hún fluttist frá Eyjum 1857, 63 ára, og fór til Vesturheims.

Guðný var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (4. október 1829), var Árni Hafliðason sjómaður í Hallbergshúsi og Ömpuhjalli, f. 1795, d. 26. júlí 1847.
Börn þeirra hér:
1. Guðlaug Árnadóttir vinnukona, f. 14. janúar 1824, d. 12. nóvember 1893.
2. Þuríður Árnadóttir, f. 4. júlí 1830, d. 12. jílí 1830 úr ginklofa.
3. Gísli Árnason, f. 16. ágúst 1831 í Tómthúsi, d. 23. ágúst úr ginklofa.
4. Jón Árnason, f. 3. ágúst 1832 í Hjalli, d. 15. ágúst 1832 í Tómthúsi úr ginklofa.
5. Helga Árnadóttir , f. 6. júlí 1833 í Tómthúsi, d. 15. febrúar 1907 í Vesturheimi.
6. Guðný Árnadóttir, f. 27. desember 1834, d. 7. desember 1915 í Vesturheimi. Hún er nefnd Helga í pr.þj.bók, fædd þennan dag, en sú finnst ekki við frekari leit. Guðný finnst því ekki fædd, en er með foreldrum 1835, eins árs.

II. Síðari maður Guðnýjar, (13. desember 1862) var Magnús Bjarnason bóndi Utah, f. 3. ágúst 1815 í Efri-Úlfstaðahjáleigu (nú Sléttuból) í A-Landeyjum, d. 18. júní 1905 í Utah. Guðný var miðkona hans. Sjá: https://histfam.familysearch.org//familygroup.php?familyID=F18328&tree=Iceland.

¹) Tómthús og Hjallur munu hafa verið húsnöfn almenns eðlis. Þau hafa gjarnan heitið eftir húsráðanda hverju sinni, sbr. Árnahús, Hallbergshús. Hjallarnir voru fiskhjallar bændanna, þar sem tómthúsfólk bjó líklega á hæð fyrir ofan, sbr Nýjabæjarhjallur, Þorlaugargerðishjallur. Ömpuhjallur hefur borið fast nafn. Þar hefur Arnbjörg (Ampa) búið og nafn hennar fest við húsið. Svo hefur einnig verið um Helgahjall.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.