Jónína Sigurðardóttir (Hoffelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Sigurðardóttir.
Hjónin Bjarni Bjarnason á Hoffelli og Jónína Sigurðardóttir og börn þeirra.
Frá vinstri: Bjarni, Sigríður og Jóhann.


Jónína Sigurðardóttir húsfreyja á Hoffelli fæddist 17. september 1892 í Húsavík í N.-Múl. og lést 27. desember 1988.
Faðir hennar var Sigurður vinnumaður og síðar bóndi á Grjóteyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1851, Sveinsson bónda í Mjóanesseli á Völlum á Héraði, f. 1809, Vigfússonar bónda í Hallberuhúsum þar, f. 1758, d. 24. júní 1822, Þórarinssonar, og konu Vigfúsar, Þuríðar húsfreyju, f. 1765, Þórðardóttur, (Ásunnarstaðaætt frá Breiðdal).
Móðir Sigurðar og kona Sveins bónda í Mjóanesseli var Guðný húsfreyja, f. 1819, Guðmundsdóttir bónda í Ekkjufellsseli í Fellum og á Vaði í Skriðdal, f. 1788, d. 20. júní 1855, Sigurðssonar, og konu Guðmundar í Ekkjufellsseli, Guðrúnar húsfreyju og ljósmóður, f. 13. júní 1791, d. 23. janúar 1859, Jónsdóttur, (Melaætt á Austurlandi).

Móðir Jónínu á Hoffelli og kona Sigurðar á Grjóteyri var Jóhanna húsfreyja, f. 30. október 1856, Eiríksdóttir bónda í Flatey á Mýrum í A-Skaft., f. 1829, Einarssonar bónda á Brunnum í Kálfafellssókn, f. 28. nóvember 1799, d. 18. október 1841, Eiríkssonar, og konu Einars á Brunnum, Iðbjargar (líka Auðbjargar) húsfreyju, f. 1807, Sigurðardóttur.
Móðir Jóhönnu og kona Eiríks var Guðrún húsfreyja í Flatey á Mýrum, A-Skaft., f. 31. desember 1824, Jónsdóttir bónda í Eystri-Dalbæ í Landbroti, síðan í A-Skaft., f. 1790, Marteinssonar, og konu Jóns, Guðrúnar húsfreyju, f. 25. febrúar 1788 í Nýjabæ í Landbroti, Jónsdóttur.

Jónína var 9 ára með foreldrum sínum á Haraldsstöðum í Seyðisfirði 1901, 17 ára með þeim á Grjóteyri þar 1910.
Hún var 28 ára húsfreyja á Hoffelli í Eyum 1920, með Bjarna manni sínum og drengjunum Jóhanni og Bjarna.
Bjarni fórst við Eiðið 1924 ásamt 7 öðrum, er þeir voru á leið út í e.s. Gullfoss.
Jónína bjó áfram á Hoffelli. Hún átti um skeið í útgerð í Eyjum.

Jónína var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var Bjarni Bjarnason formaður og útgerðarmaður á Hoffelli, f. 15. maí 1885, drukknaði 16. desember 1924.
Börn þeirra:
1. Jóhann Bjarnason hafnarvörður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994, kvæntur Oddnýju Bjarnadóttur forstöðukona barnaheimilisins að Sóla, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
2. Bjarni Bjarnason hárskeri, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
3. Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja og sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990, gift Eðvaldi Hinrikssyni sjúkranuddara, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.
4. Andvana stúlka, f. 6. janúar 1921, tvíburi móti Sigríði.

II. Síðari maður Jónínu var Þórarinn Ólason húsgagnasmiður, síðar skrifstofumaður, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.
Barn þeirra var
5. Óli Sigurður Þórarinsson lærður hárskeri, verkamaður, starfsmaður Flugfélagsins, f. 31. maí 1931, d. 19. júní 1989, kvæntur, (skildu), Gyðu Steingrímsdóttur húsfreyju frá Höfðakoti á Skaga í A-Hún., f. 6. júní 1935, d. 4. janúar 2011.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.