Jakobína Björnsdóttir (Kirkjuhól)
Jakobína Björnsdóttir húsfreyja fæddist 5. febrúar 1918 á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum og lést 21. september 1946.
Foreldrar hennar voru Björn Jakobsson verkamaður, bóndi, sjómaður, netagerðarmaður, húsasmiður, póstur, f. 29. ágúst 1893 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 2. febrúar 1974, og kona hans Steinunn Jónsdóttir frá Syðri-Rotum u. V-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. júní 1884, d. 22. mars 1968.
Börn Steinunnar og Björns:
1. Sveinn Alexander Björnsson sjómaður, f. 14. júlí 1916, drukknaði af v.b. Gottu fyrir Norðurlandi 16. september 1936.
2. Jakobína Björnsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1918, d. 21. september 1946.
3. Andvana barn, f. 7. mars 1919.
4. Sveinbarn f. 7. mars 1919, d. sama dag.
5. Guðrún Sigríður Björnsdóttir húsfreyja á Hálsi, f. 7. febrúar 1920 á Minna-Núpi, d. 8. október 2011.
6. Sæmundur Kári Björnsson, f. 6. janúar 1921 á Minna-Núpi, d. 21. júlí 1923.
7. Guðríður Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 12. desember 1921 á Minni-Núpi, d. 25. desember 1922.
8. Sigurleif Ólafía Björnsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1923 á Minna-Núpi, d. 26. nóvember 1956.
Jakobína var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja. Hún var með foreldrum sínum í Hlíð, á Minna-Núpi 1920, í Skálholti eldra 1927, síðan á Kirkjuhól.
Hún fluttist til Sauðárkróks 1937, var vinnukona í Sjávarborg.
Þau Hreggviður giftu sig 1937, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra á öðru ári þess. Þau bjuggu í Miklagarði á Sauðárkróki 1938, í Kleif þar 1939 og 1946.
Jakobína lést 1946. Hreggviður fórst með Glitfaxa 1951.
I. Maður Jakobínu, (1. desember 1937), var Hreggviður Ágústsson sjómaður, verkamaður, kafari, f. 16. maí 1916 á Selnesi á Skaga, Skagafirði, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951.
Börn þeirra:
1. Ágúst Hreggviðsson húsasmíðameistari, f. 13. júlí 1937. Kona hans er Hulda Samúelsdóttir.
2. Inga Steina Hreggviðsdóttir, f. 23. apríl 1942, d. 26. júlí 1943.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.