Sveinn Alexander Björnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Alexander Björnsson sjómaður fæddist 14. júlí 1916 á Miðeyjarhólmi í A-Landeyjum og lést 16. september 1936.
Foreldrar hans voru Björn Jakobsson bóndi, verkamaður, húsasmiður, netagerðarmaður, póstur, f. 29. ágúst 1893 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 2. febrúar 1974, og kona hans Steinunn Jónsdóttir frá Syðri-Rotum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. júní 1884, d. 22. mars 1968.

Börn Steinunnar og Björns:
1. Sveinn Alexander Björnsson sjómaður, f. 14. júlí 1916, drukknaði af v.b. Gottu fyrir Norðurlandi 16. september 1936.
2. Jakobína Björnsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1918, d. 21. september 1946.
3. Andvana barn, f. 7. mars 1919.
4. Sveinbarn f. 7. mars 1919, d. sama dag.
5. Guðrún Sigríður Björnsdóttir húsfreyja á Hálsi, f. 7. febrúar 1920 á Minni-Núpi, d. 8. október 2011.
6. Sæmundur Kári Björnsson, f. 6. janúar 1921 á Minni-Núpi, d. 21. júlí 1923.
7. Guðríður Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 12. desember 1921 á Minni-Núpi, d. 25. desember 1922.
8. Sigurleif Ólafía Björnsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1923 á Minni-Núpi, d. 26. nóvember 1956.

Sveinn var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1919.
Hann var sjómaður, var skipverji á vb. Gottu og drukknaði af henni fyrir Norðurlandi 1936.
Sveinn Alexander var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.