Júlía Gísladóttir (Heiðardal)
Júlía Gróa Gísladóttir í Heiðardal, húsfreyja fæddist 15. júlí 1904 í Sjávargötu á Eyrarbakka og lést 6. maí 1993.
Foreldrar hennar voru Gísli Karelsson, f. 25. nóvember 1868, drukknaði 2. apríl 1908, og kona hans Jónína Margrét Þórðardóttir húsfreyja, f. 21. maí 1870, d. 4. ágúst 1951.
Börn Jónínu og Gísla í Eyjum:
1. Matthías Gíslason skipstjóri, útgerðarmaður á Byggðarenda , f. 14. júní 1893, fórst með Ara VE 235 24. janúar 1930.
2. Ingibergur Gíslason vélstjóri, skipstjóri á Sandfelli, f. 16. janúar 1897, d. 15. janúar 1987.
3. Þórður Halldór Gíslason netagerðarmeistari, f. 22. ágúst 1898, d. 17. mars 1993.
4. Júlía Gróa Gísladóttir húsfreyja í Heiðardal, síðar í Reykjavík, f. 15. júlí 1904, d. 6. maí 1993.
Gísli faðir Júlíu, Matthíasar, Ingibergs og Þórðar var bróðir Jóhönnu móður
1. Kristínar Óladóttur húsfreyju á Þingeyri og Grímsstöðum, f. 17. mars 1889 í Mjóafirði eystra, d. 1. september 1975.
2. Rannveigar Óladóttur húsfreyju á Mosfelli, f. 18. desember 1893 í Mjóafirði eystra, d. 14. nóvember 1918.
Júlía var með foreldrum sínum í Sjávargötu í frumbernsku, en faðir hennar drukknaði er hún var tæpra fjögurra ára.
Hún var send til vandalausra, fór til Nýjabæjar í Laugardælasókn 1908 og dvaldi þar, var með móður sinni og síðari manni hennar í Gýgjarsteini á Eyrarbakka 1920.
Júlía leitaði til Reykjavíkur, fluttist þaðan til Eyja 1930 og var vinnukona á Búrfelli, Hásteinsvegi 12 hjá Þórði Gíslasyni bróður sínum og Jónínu Guðjónsdóttur á því ári.
Þau Guðni Tómas giftu sig 1940, bjuggu þá í Heiðardal, eignuðust kjörbarnið Yngva þar 1941, son Önnu Hjálmarsdóttur vinnukonu í Heiðardal, f. 10. febrúar 1923, d. 13. janúar 1995.
Þau fluttu úr Eyjum á fyrri hluta fimmta áratugarins, bjuggu í Reykjavík.
Júlía lést 1993 og Guðni Tómas 1995.
I. Maður Júlíu Gróu, (26. október 1940), var Guðni Tómas Guðmundsson vélstjóri, f. 20. september 1906 í Reykjavík, d. 2. apríl 1995 á Hrafnistu í Reykjavík.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Yngvi Guðnason vélvirkjameistari, f. 25. júlí 1941 í Eyjum. Kona hans er Hulda Þorsteinsdóttir frá Arnarfelli, Skólavegi 29.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.