Júlía Árnadóttir (Breiðabliki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Júlía Árnadóttir.

Júlía Árnadóttir frá Moldtungu (nú Meiri-Tunga) í Holtahreppi, Rang., húsfreyja fæddist þar 16. júlí 1896 og lést 11. apríl 1980.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi í Moldtungu (Meiri-Tungu), síðan í Látalæti (Múla) í Landsveit, f. 9. ágúst 1864 í Fellsmúla í Landsveit, d. 29. apríl 1912 í Reykjavík, og fyrri kona hans Þórunn Magnúsdóttir frá Ketilsstöðum í Holtahreppi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1864, d. 6. desember 1901.

Júlía var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Júlía var fimm ára. Hún var með föður sínum og Guðrúnu síðari konu hans í Látalæti 1910, var hjú á Bjalla í Landsveit hjá Málfríði systur sinni 1920.
Þau Halldór giftu sig 1923 og fluttu til Eyja á því ári.
Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í Byggðarholti við Kirkjuveg 9b, á Vegbergi, Eystri-Gjábakka og Breiðabliki og fluttu til Selfoss 1942.
Halldór lést 1970 og Júlía 1980.

I. Maður Júlíu, (1923), var Ólafur Sveinn Halldór Árnason frá Kolfreyju í Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, f. 5. október 1905, d. 1. desember 1970.
Börn þeirra:
1. Árni Halldórsson, f. 22. október 1924 í Byggðarholti, d. 23. nóvember 1998.
2. Guðni Halldórsson, f. 16. desember 1926 á Vegbergi, d. 30. janúar 2003.
3. Sveinn Halldórsson, f. 16. desember 1926 á Vegbergi, d. 18. júlí 2006.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.