Halldór Árnason (Breiðabliki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Ólafur Halldór Árnason bifreiðastjóri, síðar verkamaður fæddist 5. október 1905 á Kolfreyju á Fáskrúðsfirði, S.-Múl., og lést 1. desember 1970.
Foreldrar hans voru Árni Ólafsson, f. 31. október 1859, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1865, d. 1. apríl 1940.

Halldór var með foreldrum sínum, flutti með þeim frá Kolfreyju til Reyðarfjarðar. Hann fluttist síðar til Norðfjarðar. Til Eyja flutti hann 1923, var bifreiðastjóri.
Þau Júlía giftu sig 1923, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Byggðarholti við Kirkjuveg 9b, á Vegbergi, Eystri-Gjábakka og Breiðabliki og fluttu til Selfoss 1942.
Á Selfossi var Halldór vörubílstjóri með eigin bíl, vann m.a. mikið fyrir breska herinn í heimstyrjöldinni síðari, við byggingu flugvallarins í Kaldaðarnesi í Flóa og í Reykjavík.
Halldór lést 1970 og Júlía 1980.

I. Kona Halldórs, (1923), var Júlía Árnadóttir frá Moldtungu (nú Meiri-Tunga) í Holtahreppi, Rang., húsfreyja, f. 16. júlí 1896, d. 11. apríl 1980.
Börn þeirra:
1. Árni Halldórsson, f. 22. október 1924, d. 23. nóvember 1998.
2. Guðni Halldórsson, f. 16. desember 1926, d. 30. janúar 2003.
3. Sveinn Halldórsson, f. 16. desember 1926, d. 18. júlí 2006.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.