Sveinn Halldórsson (Breiðabliki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Halldórsson.

Sveinn Halldórsson frá Breiðabliki, sjómaður, eigandi og rekandi bílaþvottastöðvar, umboðsmaður fæddist 16. desember 1926 á Vegbergi við Skólaveg 32 og lést 18. júlí 2006.
Foreldrar hans voru Sveinn Ólafur Halldór Árnason bifreiðastjóri, síðar verkamaður á Selfossi, f. 5. október 1905 á Kolfreyju á Fáskrúðsfirði, S.-Múl., d. og kona hans Júlía Árnadóttir frá Moldtungu (nú Meiri-Tunga) í Holtahreppi, Rang., húsfreyja, síðar á Selfossi, f. 16. júlí 1896, d. 11. apríl 1980.

Börn Júlíu og Halldórs:
1. Árni Halldórsson, f. 22. október 1924, d. 23. nóvember 1998.
2. Guðni Halldórsson, f. 16. desember 1926, d. 30. janúar 2003.
3. Sveinn Halldórsson, f. 16. desember 1926, d. 18. júlí 2006.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, á Vegbergi, Eystri-Gjábakka og Breiðabliki og flutti með þeim til Selfoss 1942.
Hann varð gagnfræðingur í Reykjaskóla í Hrútafirði.
Sveinn var til sjós, bæði hér á landi og erlendis, vann hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Hann stofnaði bílaþvottastöðina Blika og rak hana. Hann varð umboðsmaður fyrir Butler-stálgrindahús og vann við sölu þeirra til starfsloka sinna.
Sveinn átti son, Sigvalda, með Guðrúnu Ólafsdóttur. Hann var ættleiddur.
Þau Lilja giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Gunnlaug giftu sig, eignuðust tvö börn og Gunnlaug átti eitt barn frá fyrra sambandi. Þau bjuggu á Víðimel og að Ofanleiti í Reykjavík.
Sveinn lést 2006.

I. Barnsmóðir Sveins var Guðrún Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1924, d. 28. nóvember 1980.
Barn þeirra:
1. Sigvaldi Sigurjónsson, f. 8. ágúst 1950. Kjörforeldrar hans Sigurjón Guðbjörn Sigvaldason og Margrét Jónasdóttir. Kona hans Þóra F. Ólafsdóttir.

II. Fyrrum kona Sveins, (7. nóvember 1951, skildu), var Lilja Árna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1928, d. 28. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Sigurður Þorsteinsson frá Brúarhrauni í Hafnarfirði, f. 5. september 1888, d. 2. nóvember 1966, og Sveinbjörg Halldóra Sumarlilja Marteinsdóttir frá Traðarkoti í Reykjavík, f. 12. maí 1894, d. 15. júlí 1963.
Börn þeirra:
2. Oddur Björn Sveinsson, f. 22. september 1952. Fyrrum kona hans Kristín Jóhannesdóttir.
3. Halldór Árni Sveinsson, f. 22. febrúar 1955. Kona hans Anna Kristín Haraldsdóttir.

III. Kona Sveins er Gunnlaug Emilsdóttir húsfreyja, f. 4. mars 1936. Foreldrar hennar voru Emil Anton Sigurjónsson, f. 21. nóvember 1907, d. 20. október 1987, og Margrét Guðjónsdóttir, f. 22. janúar 1909, d. 28. júní 1993.
Börn þeirra:
4. Júlía Margrét Sveinsdóttir, f. 22. apríl 1966. Barnsfaðir hennar Bragi Ólafsson. Sambúðarmaður hennar Kristján Víðir Kristjánsson.
5. Emil Anton Sveinsson, f. 10. apríl 1972. Barnsmóðir hans Laufey Guðbjörg Jóhannesdóttir.
Barn Gunnlaugar með Óskari Karlssyni, f. 15. febrúar 1935:
6. Hildur Óskarsdóttir, f. 23. ágúst 1960, d. 16. mars 2014. Maður hennar Gunnar Gunnbjörnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.