Athvarfið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Athvarfið er rekið sem félagslegt úrræði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Þann tíma sem börnin dvelja í Athvarfinu er reynt að hafa jákvæð uppeldisleg áhrif á þau, bæta andlega og líkamlega líðan þeirra og gera þeim kleift að njóta hæfileika sinna og ná sem bestum árangri í leik og starfi.

Forráðamenn barns eru þeir aðilar sem fyrst og fremst bera ábyrgð á uppeldi þess. Í starfsemi Athvarfsins er rík áhersla lögð á samstarf við forráðamenn og á stuðning við hlutverk þeirra og skyldur. Athvarfið leggur einnig áherslu á gott samstarf við grunnskólana. Þrír starfsmenn starfa í Athvarfinu.

Tæknilegar upplýsingar

Heimilisfang
Þórsheimilinu við Hamarsveg
900 Vestmannaeyjar
Sími
4812964
Netfang
athvarf@vestmannaeyjar.is
Forstöðumaður
Jóna Ólafsdóttir
Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga kl. 11.00 - 16.00