Arndís Birna Sigurðardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Arndís Birna Sigurðardóttir.

Arndís Birna Sigurðardóttir fæddist 23. júlí 1932 í Reykjavík og lést 30. október 2018.
Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurður Hjálmarsson húsa- og bifreiðasmíðameistari, f. 17. október 1900 á Fremri-Bakka í Langadal í Nauteyrarhreppi, N.-Ís., d. 29. júlí 1981, og Klara Tryggvadóttir húsfreyja, f. 1. október 1906 í Garpsdal í Hún., d. 9. október 1997.

Börn Klöru og Sigurðar:
1. Tryggvi Ágúst Sigurðsson vélstjóri, f. 16. febrúar 1931.
2. Arndís Birna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1932, d. 30. október 2018.
3. Garðar Sigurðsson alþingismaður, kennari, f. 20. nóvember 1933, d. 19. mars 2004.
Börn Klöru og Hallgríms:
4. Óskar Hallgrímsson sjómaður, f. 13. apríl 1942.
5. Hallgrímur Hallgrímsson sjómaður, f. 4. febrúar 1944.

Arndís var með foreldrum sínum, en þau skildu. Hún var með móður sinni og Hallgrími Júlíussyni fósturföður sínum að Faxastíg 33, en hann lést 1950.
Árndís lauk námi í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni 1953.
Hún vann lengst við verslunarstörf og var matráðskona hjá verkfræðistofunni Hönnun og Sólningu.
Þau Jón giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 56, síðar í Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 62. Þau skildu.

I. Maður Arndísar, (3. júní 1955), var Jón Pálsson sjómaður, skipstjóri, f. 18. júní 1934, d. 22. júní 2015.
Börn þeirra:
1. Halla Guðrún Jónsdóttir, f. 15. nóvember 1955. Maður hennar Gísli Arnar Gunnarsson.
2. Brynjólfur Gunnar Jónsson, f. 18. janúar 1959.
3. Arndís Lára Jónsdóttir, f. 7. nóvember 1962. Maður hennar Ebenezer G. Guðmundsson.
4. Hallgrímur Júlíus Jónsson, f. 22. júní 1966. Kona hans Hólmfríður Berglind Birgisdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.