Sigríður Þorsteinsdóttir (Litlu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja og verkakona fæddist 8. júní 1897 í Stóru-Hlíð í Þorkelshólshreppi í V-Húnavatnssýslu og lést 20. janúar 1974.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Gíslason bóndi, f. 16. ágúst 1857, d. 22. janúar 1935 og kona hans Sigurrós Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1857, d. 24. nóvember 1906.

Sigríður var með foreldrum sínum í bernsku. Hún missti móður sína 9 ára gömul.
Hún var vinnukona á Harrastöðum í Þverárhreppi í V-Hún. 1920, fluttist til Eyja af Rangárvöllum 1925, var á Múla við fæðingu Bjarneyjar Aðalheiðar 1927, var með Jóni og barninu á Horninu (Brúarhúsi) í lok árs 1927.
Þau Jón giftu sig 1928, þá á Litlu-Grund. Þau skildu.
Sigríður var með Aðalheiði á Seljalandi 1930, vann við þvotta og hreingerningar, með hana á Ásbrún (Hásteinsvegi 4) 1934, húsfreyja, leigjandi með Aðalheiði á Reykjum 1940. Þær mæðgur voru í Nýborg 1945 og bjuggu þar með Ólafi Stefánssyni, f. 8. ágúst 1919. Aðalheiður giftist Ólafi og bjó með honum á Hólagötu 21 1949 og þar var Sigríður móðir hennar með þeim.
Aðalheiður lést af slysförum 1951. Henný dóttir hennar var með Sigríði ömmu sinni. Sigríður bjó síðast við Illugagötu 56. Hún lést 1974.

Maður Sigríðar, (16. júní 1927), var Jón Jónsson verkamaður frá Djúpadal, f. 24. apríl 1899 á Norðfirði, d. 14. mars 1975 í Eyjum.
Barn þeirra var
1. Bjarney Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1927 á Múla (Bárustíg 14), d. 21. desember 1951 af slysförum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.