Halldóra Brynjólfsdóttir (húsfreyja)
Hallfríður Halldóra Brynjólfsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, V-Skaft., húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist þar 7. nóvember 1922 og lést 2. ágúst 2008 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Pétur Oddsson búfræðingur og bóndi, f. 15. febrúar 1898 á Þykkvabæjarklaustri, d. 30. apríl 1987, og kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 1. desember 1888 á Hellum í Mýrdal, d. 18. apríl 1965.
Halldóra var með foreldrum sínum til 1954 og vann búinu.
Hún vann ýmis störf í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma.
Halldóra fluttist til Eyja, vann við fiskiðnað.
Þau Jón giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn og bjuggu á Helgafellsbraut 7, og hjá þeim dvöldu fullorðnir foreldrar Jóns bæði í Eyjum og í Kópavogi.
Þau fluttu upp á Land við Gos, bjuggu að Fögrubrekku 34 í Kópavogi.
.
Halldóra lést 2008 og Jón 2017.
I. Maður Hallfríðar Halldóru, (21. apríl 1955), var Jón Hjaltalín Hannesson vélstjóri, rafvirki frá Brimhólum, f. 20. júní 1912, d. 26. nóvember 2017.
Börn þeirra:
1. Brynjólfur Jónsson læknir í Svíþjóð, f. 17. september 1955. Kona hans Kristín Anna Siggeirsdóttir.
2. Hannes Rúnar Jónsson tölvunarfræðingur, f. 11. ágúst 1958. Kona hans Beatriz Ramires Martinez
3. Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, býr í Reykjavík, f. 22. desember 1959. Maður hennar Eiríkur Ingi Eiríksson.
4. Soffía Guðný Jónsdóttir lögfræðingur, f. 14. júní 1963. Maður hennar Björn L. Bergsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 8. ágúst 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.