Jón Einarsson (Steinholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Einarsson.

Jón Einarsson frá Tjörnum u. V.-Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, bóndi á Bakka í A.-Landeyjum fæddist 1. mars 1930 á Tjörnum og lést 10. apríl 2016 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson frá Seljalandsseli u. V.- Eyjafjöllum, bóndi á Bakka, f. 11. september 1887, d. 17. apríl 1967, og kona hans Kristbjörg Guðmundsdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja, f. 3. nóvember 1898, d. 22. febrúar 1993.

Jón var með foreldrum sínum í æsku,
Hann var lengi vinnumaður í Dalseli u. V.-Eyjafjöllum, og síðar var hann byggingaverkamaður á Hellu. Hann leitaði sér atvinnu í Eyjum 1955, var þar sjómaður og verkamaður.
Þau Kristín giftu sig 1961, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Sólheimum við Njarðarstíg 15 og í Steinholti við Kirkjuveg 9A, fluttu að Bakka í A.-Landeyjum 1962, endurreistu þar öll húsakynni og juku ræktun. Þau bjuggu þar til ársins 2000, er börn þeirra tóku við búi.
Jón lést 2016 og Kristín 2022.

I. Kona Jóns, (16. júlí 1961), var Valgerður Kristín Sigurjónsdóttir frá Búðarhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 31. desember 1934, d. 23. júní 2022.
Börn þeirra:
1. Sigmar Jónsson smiður á Hvolsvelli, f. 15. apríl 1957. Kona hans Hólmfríður Kristín Helgadóttir.
2. Einar Jónsson flugvallarstarfsmaður, f. 1. febrúar 1959. Kona hans Unnur M. Sævarsdóttir.
3. Harpa Jónsdóttir verkakona, f. 21. apríl 1962. Barnsfaðir hennar Axel Þór Pálsson.
4. Grettir Jónsson verkamaður, f. 18. nóvember 1967.
5. Jón Valur Jónsson verkamaður, f. 2. júlí 1973. Kona hans Sigríður Sigmarsdóttir.
6. Eiríkur Ingvi Jónsson, f. 20. nóvember 1980. Kona hans Berglind Ó. Sigvarðsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 23. apríl 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.