Einar Jónsson (Steinholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Jónsson, flugvallarvörður á Bakka í A. -Landeyjum fæddist 1. febrúar 1959 í Eyjum.
Foreldrar hans Jón Einarsson, bóndi, f. 1. mars 1930 á Tjörnum u. Eyjafjöllum, d. 10. apríl 2016, og kona hans Valgerður Kristín Sigurjónsdóttir frá Búðarhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 31. desember 1934, d. 23. júní 2022.

Börn Valgerðar og Jóns:
1. Sigmar Jónsson smiður á Hvolsvelli, f. 15. apríl 1957. Kona hans Hólmfríður Kristín Helgadóttir.
2. Einar Jónsson flugvallarstarfsmaður, f. 1. febrúar 1959. Kona hans Unnur M. Sævarsdóttir.
3. Harpa Jónsdóttir verkakona, f. 21. apríl 1962. Barnsfaðir hennar Axel Þór Pálsson.
4. Grettir Jónsson verkamaður, f. 18. nóvember 1967.
5. Jón Valur Jónsson verkamaður, f. 2. júlí 1973. Kona hans Sigríður Sigmarsdóttir.
6. Eiríkur Ingvi Jónsson, f. 20. nóvember 1980. Kona hans Berglind Ó. Sigvarðsdóttir.

Þau Svana hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Unnur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Ásbrún í A.-Landeyjum.

I. Fyrrum sambúðarkona Einars er Svana Guðmundsdóttir Líndal, f. 27. apríl 1960. Foreldrar hennar Guðmundur Benediktsson, verkstjóri í Rvk, f. 9. ágúst 1932, d. 20. desember 2008, og kona hans Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir, f. 3. júlí 1940, d. 16. júlí 2004.
Börn þeirra:
1. Þórunn Björk Einarsdóttir, f. 19. júlí 1980.
2. Fannar Már Einarsson, f. 22. mars 1983.

II. Kona Einars er Unnur María Sævarsdóttir, húsfreyja, aðalbókari hjá Rangárþingi eystra, f. 22. júní 1968. Foreldrar hennar Sigþór Sævar Hallgrímsson, bifvélavirki, f. 17. apríl 1946, og Rós Óskarsdóttir, húsfreyja, f. 6. febrúar 1949.
Börn þeirra:
3. Kristrós Dögg Einarsdóttir, f. 8. september 1990.
4. Bjartmann Styrmir Einarsson, 3. desember 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.