Guðmundur Gunnar Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Gunnar Guðmundsson rennismiður, vélstjóri fæddist 17. febrúar 1948.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ársæll Guðmundsson frá Hellissandi, skipstjóri, f. 28. september 1921, d. 7. mars 2002, og kona hans Sigurlín Ágústsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1923 í Hjallabúð á Snæfellsnesi, d. 29. september 2003.

Þau Jónína Guðrún giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Rvk í Gosinu 1973. Þau skildu.
Þau Steinunn giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Steinunn lést 2016.

I. Fyrrum kona Guðmundar Gunnars er Jónína Guðrún Ármannsdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1948, d. 30. janúar 2021.
Börn þeirra:
1. Ármann Óskar Guðmundsson, f. 12. september 1969. Kona hans Ragnheiður Sölvadóttir.
2. Guðmundur Ársæll Guðmundsson, f. 22. ágúst 1973. Kona hans Heiðrún Baldursdóttir.
3. Helena Guðmundsdóttir, f. 22. nóvember 1974. Maður hennar Ólafur Erlendsson.

II. Kona Guðmundar var Steinunn Sigurlaug Jónsdóttir afgreiðslukona, f. 5. október 1943, d. 21. desember 2016. Foreldrar hennar Magnea Guðrún Ágústsdóttir, f. 1. apríl 1918, d. 21. janúar 1988, og Jón Einarsson, f. 18. september 1906, d. 21. júlí 1983.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.