Jóhanna Ólafsdóttir (Hilmisgötu)
Jóhanna Ólafsdóttir frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, húsfreyja á Hilmisgötu 1 fæddist 26. júlí 1895 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og lést 27. júlí 1984.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðsson bóndi, síðar á Hólnum, Landagötu 18, f. 24. febrúar 1865, d. 30. janúar 1946 og kona hans Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1873, d. 24. ágúst 1933.
Börn Aðalheiðar og Ólafs í Eyjum:
1. Jóhanna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1895, d. 27. júlí 1984, kona Guðmundar Jónssonar skósmiðs.
2. Guðrún Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1897, d. 2. janúar 1957, kona Carls Gränz málara- og trésmíðameistara.
3. Aðalheiður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1901, d. 28. desember 1990, kona Guðna Ólafssonar.
4. Óskar Ólafsson frá Hólnum við Landagötu, pípulagningamaður, f. 15. ágúst 1905, d. 23. janúar 1986, maður Kristínar Jónsdóttur.
5. Jón Ólafsson sjómaður, verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 1. apríl 1910, d. 7. nóvember 1937.
6. Ingólfur Ólafsson sjómaður, síðast í Görðum, f. 23. janúar 1914, d. 12. janúar 1941.
7. Guðmunda Ólafsdóttir vinnukona á Karlsbergi 1930, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 10. maí 1916, d. 17. júlí 1994.
8. Kjartan Ólafsson kennari, f. 3. ágúst 1917, d. 13. desember 1969. Kona hans var Sigríður Elísabet Bjarnadóttir húsfreyja.
Jóhanna var á Arngeirsstöðum fyrstu 2-3 ár ævinnar, kom að Vestri-Torfastöðum 1898 og var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1924.
Hún var með foreldrum sínum í Ásbyrgi 1924, giftist Guðmundi 1927 og bjó með honum á Hólnum á því ári, eignaðist þrjú börn og eitt barn andvana fætt.
Þau bjuggu á Karlsbergi, Heimagötu 20 1929 og 1930, voru komin á Hilmisgötu 1 við fæðingu Ólafs 1934.
Þau fluttust til Selfoss 1945 og bjuggu þar síðan.
Jóhanna lést 1984 og Guðmundur 1989.
I. Maður Jóhönnu, (4. júní 1927), var Guðmundur Jónsson skósmiður, f. 23. apríl 1899 á Miðkekki, (síðar nefnt Svanavatn), á Stokkseyri, d. 16. janúar 1989.
Börn þeirra:
1. Marinó Guðmundsson loftskeytamaður, innkaupastjóri, tónlistarmaður í Reykjavík, f. 28. nóvember 1927 á Hólnum, d. 27. janúar 2006.
2. Björgvin Einars Guðmundsson málari, tónlistarmaður, f. 9. nóvember 1929 á Karlsbergi, síðast í Keflavík, d. 31. ágúst 2005.
3. Andvana drengur, f. 9. nóvember 1930 á Karlsbergi.
4. Ólafur Guðmundsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 11. maí 1934 á Hilmisgötu 1.
Fóstursonur þeirra er sonur Marinós og Birnu Einarsdóttur.
5. Jóhann Marinósson hjúkrunarframkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi, f. 23. júlí 1947. Kona hans er Halldóra Jensdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 21. janúar 1989. Minning Guðmundar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.