Óskar Jóhannsson (prentsmiður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Óskar Jóhannsson.

Óskar Jóhannsson prentsmiður fæddist 26. október 1947 að Faxastíg 11 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jóhann Ingvar Gíslason frá Uppsölum, sjómaður, vélstjóri, húsamiður, bifreiðastjóri, síðar húsvörður, f. 27. ágúst 1917, d. 25. desember 2007, og kona hans Hrefna Elíasdóttir frá Borgartúni í Þykkvabæ, Rang., húsfreyja, f. 24. febrúar 1920 í Reykjavík, d. 3. júní 2006.

Börn Hrefnu og Jóhanns:
1. Ásta Jóhannsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 28. júní 1940 í Uppsölum. Maður hennar, skildu, var Karl Friðrik Kristjánsson, látinn. Síðari maður hennar Gísli Ástvaldur Eiríksson, látinn.
2. Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 11. október 1943 á Faxastíg 11, d. 21. apríl 2005. Maður hennar Sigurður Rúnar Símonarson.
3. Óskar Jóhannsson prentsmiður, f. 25. október 1947 á Faxastíg 11. Kona hans Valgerður G. Sigurðardóttir.
4. Sigurður Gísli Jóhannsson vélstjóri, bifvélavirki, sölumaður, f. 18. september 1950 í Uppsölum. Fyrri kona hans Guðrún Björnsdóttir, látinn. Síðari kona hans Þóra Sigurðardóttir.
5. Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja, bókasafnsfræðingur, bankastarfsmaður, móttökuritari, skjalavörður, f. 12. júní 1957. Maður hennar Jón Gunnar Borgþórsson.

Óskar varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1963, lærði í Iðnskólanum í Rvk 1963-1967, lauk sveinsprófi í prentsetningu 18. nóvember 1967, fékk síðar meistararéttindi, lauk sveinsprófi í offsetljósmyndun, skeytingu og plötugerð 10. maí 1977.
Hann vann í Prentsmiðjunni Odda 1963-1974, í Korpus filmugerð 1975-1976 og Prentþjónustunni 1977-1996.
Þá varð hann starfsmaður Íþróttahússins í Mosfellsbæ til 2017.

Þau Valgerður giftu sig 1979, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt.

I. Kona Óskars, (31. desember 1979), er Valgerður Guðmunda Sigurðardóttir skrifstofumaður, kynningar- og fræðslufulltrúi, f. 31. júlí 1951 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar Sigurður Magnús Guðmundsson skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 30. nóvember 1923, d. 8. ágúst 2010, og kona hans Jóna Sigríður Gísladóttir húsfreyja, saumakona, matráður, f. 24. júní 1923, d. 27. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Sigurður Valgeir Óskarsson bílasali, f. 2. maí 1980 í Rvk. Barnsmóðir hans Ásta Jónsdóttir.
2. Valgeir Óskarsson, f. 2. maí 1980 í Rvk, d. 9. maí 1980.
3. Jóna Björg Óskarsdóttir leikskólastarfsmaður, f. 17. júlí 1982 í Rvk. Maður hennar Kristján Einarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á Íslandi. Svanur Jóhannesson, Ari Gíslason, Sverrir Marinósson. Bókbindarafélag Íslands, Hið íslenska prentarafélag, Grafíska sveinafélagið, 1976.
  • Íslendingabók.
  • Óskar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.