Erla Pétursdóttir (Karlsbergi)
Erla Pétursdóttir, húsfreyja, dagmóðir, vann á leikskóla og á hjúkrunarheimili, fæddist 5. febrúar 1947 og lést 15. ágúst 2025.
Foreldrar hennar voru Guðni Pétur Sigurðsson vélstjóri, skipstjóri, síðast á Eyrarbakka, f. 30. júlí 1921 á Hjalla, d. 16. mars 2012, og kona hans Guðríður Ólafsdóttir frá Fagradal í Mýrdal, húsfreyja, síðast á Eyrarbakka, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.
Börn Péturs og Guðríðar:
1. Sigurður Erling Pétursson skipstjóri, útgerðarmaður, bóndi, f. 25. október 1942.
2. Sigrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 19. september 1944.
3. Erla Pétursdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1947.
4. Svana Pétursdóttir húsfreyja, f. 4. september 1948.
5. Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1952.
6. Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1956.
Þau Sigurður giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk.
I. Maður Erlu var Sigurður Birgir Björnsson, búfræðingur, verkamaður, f. 29. ágúst 1934, d. 4. júlí 1997. Foreldrar hans Björn Rögnvaldsson, f. 21. desember 1896, d. 11. september 1962, og Sigríður Steingrímsdóttir, f. 14. september 1894, d. 20. nóvember 1934.
Börn þeirra:
1. Pétur Sigurðsson, f. 10. apríl 1969, d. 23. júní 2024.
2. Inga Birna Sigurðardóttir, f. 5. júlí 1974.
3. Sigrún Sigurðardóttir, f. 28. ágúst 1979.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Inga Birna.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.