Ingibjörg Jónsdóttir (Hraungerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hraungerði fæddist 20. mars 1873 í Ey í Breiðabólsstaðarsókn og lést 5. maí 1969 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Katrín Guðmundsdóttir þá vinnukona í Ey, skírð 29. apríl 1840, d. 1. desember 1908, og Jón eldri Atlason, f. 18. ágúst 1847, d. 20. janúar 1917.

Ingibjörg var tökubarn í Ey 1880, vinnukona í Ey 1890, í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1910.
Þau Gottskálk giftu sig 1912, eignuðust ekki börn, en Ingibjörg varð stjúpmóðir barna hans. Þau fluttu til Eyja 1912, bjuggu í Hraungerði.
Gottskálk lést 1936 og Ingibjörg 1969.

I. Maður Ingibjargar, (12. september 1912), var Gottskálk Hreiðarsson bóndi í Vatnshól í A-Landeyjum, formaður á áraskipi, síðar formaður í Eyjum, f. 5. nóvember 1867 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, d. 22. maí 1936.
Börn Gottskálks og stjúpbörn Ingibjargar:
1. Sigurður Gottskálksson bóndi í Norðurbænum á Kirkjubæ, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955, kvæntur Dýrfinnu Ingvarsdóttur húsfreyju, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986.
2. Hreiðar Gottskálksson bóndi á Hulduhólum í Mosfellssveit, f. 9. apríl 1896, d. 27. júní 1975, kvæntur Helgu Björnsdóttur.
3. Sigurjón Gottskálksson formaður í Hraungerði, f. 21. mars 1910, d. 13. febrúar 1995, ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.