Sigurður Jónsson (Hraungerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Jónsson frá Hólmahjáleigu í A.- Landeyjum, sjómaður, daglaunamaður fæddist 13. júní 1874 í Ey í V-Landeyjum og lést 28. október 1972.
Foreldrar hans voru Jón ,,eldri“ Atlason vinnumaður, f. 18. ágúst 1847, d. 20. janúar 1917, og barnsmóðir hans Katrín Guðmundsdóttir vinnukona, f. 29. apríl 1840, d. 1. desember 1908.

Börn Katrínar og Jóns:
1. Sigurður Jónsson sjómaður, lausamaður, f. 13. júní 1874, d. 28. október 1972.
2. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hraungerði, f. 20. mars 1873, d. 5. maí 1969.

Sigurður var tökubarn í Hallgeirsey í A-Landeyjum til 13 ára aldurs. Þar var móðir hans vinnukona 1880. Hann var vinnumaður, sjómaður í Stóru-Hildisey 1890, hjú í Hólmahjáleigu þar 1901 og 1910.
Sigurður flutti til Eyja 1912, bjó í Hraungerði við Landagötu 9, var sjómaður og daglaunamaður.
Eftir lát Gottskálks mágs hans 1936, bjó hann með Ingibjörgu systur sinni í Hraungerði, en hún lést 1969.
Sigurður lést 1972. Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.