Hreiðar Gottskálksson (Hraungerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hreiðar Gottskálksson frá Hraungerði, verkamaður, sjómaður, bóndi fæddist 9. apríl 1896 á Vatnshóli í A-Landeyjum og lést 27. júní 1975.
Foreldrar hans voru Gottskálk Hreiðarsson bóndi og bátsformaður á Vatnshól í A-Landeyjum og síðan sjómaður og formaður í Hraungerði, f. 5. nóvember 1867, d. 22. maí 1936, og fyrri kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja frá Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 11. september 1867, d. 25. júní 1910.
Stjúpmóðir Hreiðars var Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1873, d. 5. maí 1969.

Börn Sigurbjargar og Gottskálks:
1. Sigurður Gottskálksson bóndi, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955.
2. Hreiðar Gottskálksson, síðar bóndi á Hulduhólum og víðar í Mosfellssveit, f. 9. apríl 1896, d. 28. júní 1975.
3. Ragnhildur Gottskálksdóttir, f. 18. október 1899, d. 21. október 1899.
4. Sigurjón Gottskálksson í Hraungerði, formaður, f. 21. mars 1910, d. 13. febrúar 1995.

Hreiðar var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hans lést, er hann var fjórtán ára.
Hann var með föður sínum og Ingibjörgu stjúpu sinni, fluttist með þeim til Eyja 1912.
Hreiðar var í sveit á Lágafelli í A-Landeyjum eitt sumar, var landmaður, beitningarmaður og síðar sjómaður hjá Stefáni í Skuld. Þeir bræður hann og Sigurður réðust kaupamenn í Ölfus. Þeir voru við orgelnám í Hallgeirsey í A-Landeyjum hjá Sigurði Vigfússyni kennara þar, síðan í kvöldskóla hjá Ísleifi Jónssyni í Reykjavík. Einnig voru þeir við fiskveiðar frá Borgareyri í Mjóafirði sumarið 1916.
Haustið 1917 réðst Hreiðar vetrarmaður að Grafarholti, sem þá tilheyrði Mosfellssveit. Þar kynntust þau Helga Sigurdís.
Þau giftu sig 1922, eignuðust fjögur börn. Þau voru bændur á Engi, í Þormóðsdal, á Reynisvatni og aftur á Engi og síðast á Hulduhólum í Mosfellssveit.
Helga Sigurdís lést 1972 og Hreiðar 1975.

I. Kona Hreiðars, (13. maí 1922), var Helga Sigurdís Björnsdóttir frá Grafarholti, húsfreyja, f. 4. nóvember 1897, d. 26. ágúst 1972. Foreldrar hennar voru Björn Bjarnarson bóndi á Hvanneyri í Borg., síðar bóndi, hreppstjóri, alþingismaður, frumkvöðull í Grafarholti í Mosfellssveit, f. 14. ágúst 1856, d. 15. mars 1951, og kona hans Kristrún Eyjólfsdóttir frá Stuðlum í Reyðarfirði, húsfreyja, f. 22. nóvember 1856, d. 30. júní 1935.
Börn þeirra:
1. Kristrún Hreiðarsdóttir húsfreyja, forstöðumaður, f. 24. júní 1923 á Reynisvatni, d. 24. janúar 2022. Maður hennar Magnús Pálsson.
2. Sigurbjörg Hreiðarsdóttir húsfreyja í Garði í Hrunamannahreppi, f. 15. apríl 1925 í Grafarholti, d. 4. desember 2017. Maður hennar Einar Hallgríms.
3. Gunnfríður Hreiðarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, iðnverkakona á Akureyri, f. 6. janúar 1932 í Þormóðsdal, d. 3. október 2016. Fyrrum maður Hrafn Eiðsson. Sambýlismaður um skeið Einar Metúsalem Jóhannesson.
4. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, (Sigurður Hreiðar), blaðamaður, útgefandi, ritstjóri, rithöfundur, kennari, f. 28. mars 1938 á Engi. Kona hans Álfheiður Guðlaugsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Helga Einarsdóttir Hallgríms. Úr æviþáttum Hreiðars.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2016 og 2017. Minning Sigurbjargar og Gunnfríðar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.