Agnes Hannesdóttir (Steinholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Agnes Hannesdóttir húskona, síðar í dvöl í Eyjum, fæddist 24. október 1850 í Hvammi í Hvammssókn í Dalasýslu og lést 5. febrúar 1927 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Hannes Jónsson vinnumaður, síðar bóndi í Sælingsdal og á Heinabergi á Fellsströnd, Dalas., f. 5. desember 1828, d. 11. nóvember 1878, og Ingibjörg Oddsdóttir ekkja, vinnukona, fyrrum húsfreyja í Stóru Galtardalstungu á Fellsströnd, f. 1806, d. 8. júní 1900.

Agnes var tökubarn í Sælingsdal 1855, var með Hannesi föður sínum og konu hans Helgu Bjarnadóttur þar 1860, var ógift vinnukona í Arnarbæli á Fellsströnd 1870. Hún var ógift vinnukona á Reykhólum í Barðastrandarsýslu 1880 og þar var Þorsteinn Jakobsson ókvæntur vinnumaður.
Agnes eignaðist Ingibjörgu með Þorsteini 1883, var ógift húskona á Höllustöðum í Reykhólasókn, Barð. 1890 með Ingibjörgu og Ingibjörgu móður sína, og var á Reykhólum þar 1901 með Ingibjörgu dóttur sína hjá sér.
Hún fluttist til Eyja með Ingibjörgu og Þorsteini Hafliðasyni 1907, var hjá þeim í Steinholti 1910, á Þingvöllum 1920, á Skjaldbreið 1927.
Agnes lést 1927.

I. Barnsfaðir Agnesar var Þorsteinn Jakobsson frá Miðjanesi í Reykhólahreppi, vinnumaður á Reykhólum og víðar, f. 24. október 1852. Foreldrar hans voru Jakob Snorrason bóndi á Miðjanesi, f. 27. ágúst 1819 og kona hans Kristjana Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. mars 1817, d. 22. nóvember 1879.
Barn þeirra var
1. Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja í Steinholti og víðar, f. 15. september 1883 á Reykhólum í A-Barð., d. 4. apríl 1949 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.