Hanna Þórðardóttir (Pétursey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hanna Þórðardóttir frá Pétursey, húsfreyja, föndurleiðbeinandi fæddist þar 18. ágúst 1947.
Foreldrar hennar voru Þórður Stefánsson frá Árbæ, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, frumkvöðull, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg við Sjómannasund, d. 4. júní 2007, og kona hans Ingibjörg Haraldsdóttir frá Pétursey, húsfreyja, f. 2. júlí 1925 í Stakkholti, d. 20. apríl 2010.

Börn Ingibjargar og Þórðar:
1. Hrönn Þórðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1946 í Pétursey, Hásteinsvegi 43. Maður hennar er Óli Þór Alfreðsson.
2. Hanna Þórðardóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1947 í Pétursey. Maður hennar er Gísli Valtýsson.

Hanna var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Gísli giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra lést nýfætt .
Þau bjuggu á Höfðavegi 42 1972 og búa þar.

I. Maður Hönnu, (18. ágúst 1966), er Gísli Valtýsson prentari, húsasmíðameistari, framkvæmdastjóri, f. 27. febrúar 1946 í Hergilsey, Kirkjuvegi 70a.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 12. janúar 1965, d. 13. janúar 1965.
2. Erla Gísladóttir húsfreyja, sjúkranuddari, skólaliði, f. 2. ágúst 1969. Barnsfaðir hennar Óskar Örn Ólafsson.
3. Hrund Gísladóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. júní 1974. Maður hennar Guðmundur Óli Sveinsson.
4. Þóra Gísladóttir grunnskólakennari, framkvæmdastjóri f. 17. júní 1979. Maður hennar Júlíus Guðlaugur Ingason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.