Helgi Kristinn Halldórsson (Reykholti)
Helgi Kristinn Halldórsson sjómaður á Ólafsfirði, í Eyjum og Sandgerði fæddist 19. ágúst 1897 á Skeggjastöðum í Ólafsfirði og lést 27. janúar 1977.
Foreldrar hans voru Þorgrímur Halldór Guðmundsson bóndi, útgerðarmaður á Ólafsfirði, f. 17. maí 1863, á lífi 1920, og kona hans Guðrún Margrét Gottskálksdóttir húsfreyja, f. 5. september 1863, d. fyrir mt 1910.
Helgi Halldór var með foreldrum sínum á Vatnsenda í Ólafsfirði. Móðir hans lést, er hann var barn. Hann var með föður sínum og systkinum á Burstarbrekku þar 1910, með föður sínum og Ingibjörgu Gísladóttur stjúpu sinni þar 1920.
Þau Ragnhildur giftu sig 1922. Þau bjuggu í Reynisholti 1925-1926 og í Reykholti 1927.
Helgi Kristinn gerðist kjörfaðir Alexanders.
Fjölskyldan flutti til Ólafsfjarðar, en Guðbjörg Helga varð eftir í fóstri hjá móðurforeldrum sínum.
Hjónin eignuðust Guðrúnu Stellu og Ingu Guðlaugu á Ólafsfirði.
Helgi missti Ragnhildi 1939.
Hann kvæntist Guðfinnu Jónsdóttur og eignaðist 3 börn með henni.
Helgi lést 1977.
I. Fyrri kona Helga, (1922), var Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1900, d. 14. janúar 1939.
Börn þeirra:
1. Torfi Alexander (Andersen) Helgason, f. 11. júlí 1918 í Stafholti, d. í nóvember 1972. Hann var sonur Ragnhildar, kjörsonur Helga.
2. Guðbjörg María Helgadóttir, f. 6. desember 1923 á Ólafsfirði, d. 7. júlí 1996. Hún var fóstruð hjá móðurforeldrum sínum, var síðar með þeim í Bjarnleifshúsi.
3. Halldór Rósmundur Helgason verkamaður í Njarðvík, f. 1. júní 1926 í Reynisholti, d. 2. janúar 2011.
4. Guðrún Stella Helgadóttir í Sandgerði, Gullbr.s., f. 5. september 1929 á Ólafsfirði, d. 23. mars 2012.
5. Guðlaug Inga Helgadóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 23. mars 1933.
II. Síðari kona Helga var Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 20. júní 1915, d. 12. nóvember 1986.
Börn þeirra:
1. Ragna Steina Helgadóttir, f. 10. júlí 1943.
2. Margrét Jónfríður Helgadóttir, f. 16. desember 1945, d. 18. júní 2017.
3. Sigurbjörn Ragnar Helgason, f. 18. janúar 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.