Halldór Rósmundur Helgason
Halldór Rósmundur Helgason bifreiðastjóri í Hafnarfirði, verkamaður í Njarðvík fæddist 1. júní 1926 í Reynisholti og lést 2. janúar 2011.
Foreldrar hans voru Helgi Kristinn Halldórsson sjómaður, f. 19. ágúst 1897, d. 27. janúar 1977, og kona hans Ragnhildur Magnúsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1900, d. 14. janúar 1939.
Halldór Rósmundur var með foreldrum sínum í æsku. Hann fluttist með þeim til Ólafsfjarðar 1929 og ólst þar upp. Þar eignuðust foreldrar hans tvö börn, en faðir hans hafði ættleitt Alexander, sem ólst þar upp.
Móðir hans lést 1939.
Faðir hans kvæntist Guðfinnu Jónsdóttur frá Ólafsfirði og eignaðist með henni þrjú börn.
Halldór Rósmundur fluttist í Hafnarfjörð. Hann kvæntist Sigríði Halldóru.
Þau áttu 3 börn.
Hann stundaði beitningu, útgerð og sjómennsku og var um árabil bifreiðastjóri hjá Esso í Hafnarfirði.
Þau fluttust í Njarðvíkur um 1990.
Sigríður lést 1993 og Halldór 2011.
I. Kona Halldórs Rósmundar var Sigríður Halldóra Loftsdóttir, f. 26. mars 1925, d. 16. maí 1993. Foreldrar hennar Loftur Sigfússon verkamaður, f. 20. nóvember 1888, d. 1. ágúst 1959, og kona hans Elín Kristín Jónía Salómonsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1895, d. 29. júlí 1968.
Börn þeirra:
1. Magnea Halldórsdóttir húsfreyja, barn Sigríðar og kjördóttir Halldórs, f. 3. ágúst 1948.
2. Ragnar Helgi Halldórsson smiður, f. 1. ágúst 1951.
3. Halldóra Halldórsdóttir húsfreyja, kjörbarn, f. 13. ágúst 1961.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 14. janúar 2011. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.