Árný Gróa Guðmundsdóttir
Árný Gróa Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður fæddist 27. júlí 1926 og lést 18. júní 2014.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson verkamaður, bræðslumaður, f. 11. febrúar 1891 í Miðey í A.-Landeyjum, d. 13. október 1947, og kona hans Helga Sigríður Árnadóttir frá Brimbergi í Seyðisfirði eystra, húsfreyja, f. 24. október 1902, d. 4. ágúst 1986.
Börn Helgu og Guðmundar:
1. Árný Gróa Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 27. júlí 1926, d. 18. júní 2014.
2. Jóna Kristjana Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1931, d. 18. nóvember 2022.
Árný ólst upp í Eyjum, flutti til Reykjavíkur 1960.
Hún hóf störf í Skólavörubúðinni í Tjarnargötu, en vann síðar í Námsgagnastofnun.
Þau Magnús hófu búskap, bjuggu í Árbæjarhverfinu. Þau eignuðust ekki börn.
Magnús lést 2014 og Árný 2014.
I. Maður Árnýjar var Magnús Pálsson frá Snotru í A.-Landeyjum, sjómaður, verslunarmaður, f. 9. nóvember 1923, d. 18. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson bóndi í Snotru, f. 29. júlí 1870, d. 13. janúar 1952, og kona hans Sigrún Snjólfsdóttir frá Álftarhóli í A.-Landeyjum, húsfreyja, f. 1. mars 1885, d. 6. júlí 1938.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Morgunblaðið 26. júní 2014. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.