Guðmundur Haraldsson (Litla-Bergholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Haraldsson.

Guðmundur Haraldsson frá Litla-Bergholti, prentsmiður og prentsmiðjustjóri fæddist 18. júlí 1941 í Reykjavík og lést 2. desember 2017 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Foreldrar hans voru Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, prentsmiðjustjóri, tólistarmaður, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981, og kona hans Lilja Gréta Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1922 í Reykjavík, d. 22. september 2005 í Neskaupstað.

Börn Grétu og Haraldar:
1. Guðmundur Haraldsson prentari, prentsmiðjustjóri, bjó í Neskaupstað, f. 18. júlí 1941, d. 2. desember 2017. Kona hans Sigrún Geirsdóttir, f. 16. ágúst 1943.
2. Þuríður Margrét Haraldsdóttir býr á Egilsstöðum, f. 1. desember 1943. Barnsfeður Guðmundur Þorleifsson og Þorsteinn Erlingsson. Fyrrum eiginmaður Lúðvík Vignir Ingvarsson.
3. Hlöðver Smári Haraldsson prentsmiður, býr í Hafnarfirði, f. 7. október 1950. Fyrri kona Unnur Inga Karlsdóttir. Síðari kona Ólöf Björg Guðmundsdóttir.
4. Matthildur Rós Haraldsdóttir býr í Garðabæ, f. 9. júlí 1954. Maður hennar Karl Sigfús Hálfdánarson.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1949 og til Neskaupstaðar 1954.
Hann lærði prentiðn í prentsmiðju Jóns Helgasonar í Reykjavík og í Nesprenti í Neskaupstað og lauk námi árið 1964. Hann tók við rekstri Nesprents af föður sínum árið 1969 og keypti fyrirtækið árið 1972.
Guðmundur var tónlistarmaður, lék á trompet og trommur, lék með Lúðrasveit Verkalýðsins í Reykjavík um skeið og var virkur í Lúðrasveit Neskaupstaðar.
Þau Sigrún giftust 1964, eignuðust fjögur börn.
Guðmundur lést 2017.

I. Kona Guðmundar, (23. október 1964), er Sigrún Geirsdóttir leikskólakennari, húsfreyja, f. 16. ágúst 1943. Foreldrar hennar voru Geir Vilbogason bryti, f. 18. október 1912, d. 16. maí 1995, og kona hans Sigurbjörg Sigfinnsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1918, d. 19. ágúst 2015.
Börn þeirra:
1. Haraldur Grétar Guðmundsson bakari, íþróttaþjálfari, f. 27. febrúar 1965, d. 1. júlí 2007. Sambýliskona hans, skildu, Eydís Lúðvíksdóttir.
2. Berglind Guðmundsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 23. maí 1967. Maki Heimir Þorsteinsson.
3. Bergrós Guðmundsdóttir húsfreyja á Álftanesi, f. 23. maí 1967. Maki Gísli Gíslason.
4. Gerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1970. Maki Grétar Örn Sigfinnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.