Haraldur Gíslason (framkvæmdastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Haraldur Sveinbjörn Gíslason, framkvæmdastjóri fæddist 25. febrúar 1942 að Heimagötu 1.
Foreldrar hans voru Gísli Magnús Gíslason stórkaupmaður, f. 22. nóvember 1917, d. 9. október 1980, og kona hans Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1917, d. 7. janúar 2009.

Börn Guðrúnar Vigdísar og Gísla:
1. Haraldur Sveinbjörn Gíslason framkvæmdastjóri, f. 25. febrúar 1942 að Heimagötu 1. Kona hans Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir.
2. Rannveig Vigdís Gísladóttir, f. 27. janúar 1946 að Heimagötu 15. Maður hennar Hjörtur Hermannsson.
3. Kristín Elín Gísladóttir, f. 26. nóvember 1947 að Heimagötu 15. Maður hennar Gunnlaugur Ólafsson, látinn.
4. Helga Gísladóttir, f. 18. september 1951 að Heimagötu 15. Maður hennar Geir Sigurlásson.

Haraldur var með foreldrum sínum, á Heimagötu 1 og Heimagötu 15. Hann lauk verslunarnámi í Verslunarskóla Íslands 1961.
Haraldur var framkvæmdastjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar (FIVE (Gúanós)), síðan stjórnarformaður Seil, stærsta hluthafa Vinnslustöðvarinnar hf.
Þau Ólöf giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið við Birkihlíð 22.

I. Kona Haraldar, (20. febrúar 1965), er Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir, húsfreyja, f. 28. júlí 1941.
Börn þeirra:
1. Rut Haraldsdóttir, húsfreyja, kaupmaður, skrifstofustjóri, f. 26. desember 1964. Maður hennar Páll Þór Guðmundsson.
2. Guðrún Haraldsdóttir, arkitekt í Rvk, f. 1. september 1966.
3. Rannveig Haraldsdóttir, húsfreyja, kennari í Snælandsskóla í Garðabæ, f. 2. október 1967. Maður hennar Ragnar Matthíasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.