Gísli Gíslason (stórkaupmaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnús Gísli Gíslason.

Magnús Gísli Gíslason stórkaupmaður fæddist 22. nóvember 1917 á Borg við Heimagötu 3A og lést 9. október 1980.
Foreldrar hans voru Gísli Þórðarson sjómaður, vélstjóri, f. 10. júní 1896, fórst 13. febrúar 1920, og konu hans Rannveig Vilhjálmsdóttir frá Þrándarstöðum í Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 19. október 1970.

Gísli var með foreldrum sínum skamma stund. Faðir hans drukknaði, er Gísli var á þriðja ári sínu. Hann var með móður sinni og síðan henni og Viggó manni hennar, í Tungu við Heimagötu 4 og síðan við Heimagötu 1.
Hann var einn vetur í Gagnfræðaskólanum, lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1936.
Gísli vað stórkaupmaður, hóf umboðsverslun í Eyjum 1933, sem varð ,,Heildverslun Gísla Gíslasonar“, vann í Útvegsbanka Íslands í Eyjum, en sneri sér síðan algerlega að verslunarstörfum. Hann stofnaði Prentsmiðjuna Eyrúnu hf. 1945 og var stjórnarformaður hennar og aðaleigandi. Gísli var aðaleigandi og stjórnarformaður byggingarvöruverslunarinnar Timbursalan hf., meðeigandi og stjórnarformaður í félögum í Reykjavík:
1. Prentsmiðjan Oddi hf.
2. Sveinabókbandið hf.
3. Bókhlaðan hf.
4. Skipafélagið hafskip hf.
Gísli var formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Eyjum 1934-1935, formaður félagsins Akoges 1950-1951, sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum, í stjórn félagsins Krabbavörn, í stjórn Oddfellowstúkunnar Herjólfur, formaður um skeið. Gísli var settur bæjarstjóri í Eyjum 1960-1961, bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar þar 1962-1966, varamaður í bankaráði Útvegsbanka Íslands um skeið.
Þau Guðrún giftu sig 1941, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu fyrst við Heimagötu 1, við Heimgötu 15 við Gos 1973. Eftir Gos bjuggu þau við Höfðaveg 20.
Gísli lést 1980 og Guðrún 2009.

I. Kona Gísla, (20. desember 1941), var Guðrún Vigdís Sveinbjörnsdóttir frá Odda við Vestmannabraut 63, húsfreyja, f. þar 15. mars 1917, d. 7. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Haraldur Sveinbjörn Gíslason framkvæmdastjóri, f. 25. febrúar 1942 að Heimagötu 1. Kona hans Ólöf Auðbjörg Óskarsdóttir.
2. Rannveig Vigdís Gísladóttir, f. 27. janúar 1946 að Heimagötu 15. Maður hennar Hjörtur Hermannsson.
3. Kristín Elín Gísladóttir, f. 26. nóvember 1947 að Heimagötu 15. Maður hennar Gunnlaugur Ólafsson.
4. Helga Gísladóttir, f. 18. september 1951 að Heimagötu 15. Maður hennar Geir Sigurlásson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir samtíðarmenn. Jón Guðnason og Pétur Haraldson. Bókaútgáfan samtíðarmenn 1965.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. janúar 2009. Minning Guðrúnar Vigdísar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.