Hilmar Ásgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hilmar Ásgeirsson.

Hilmar Ásgeirsson frá Framtíð á Djúpavogi, sjómaður, bifvélavirki, vélstjóri fæddist þar 1. júlí 1948 og lést 14. nóvember 2022 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Ásgeir Hilmar Guðmundsson, f. 17. júní 1920, d. 5. ágúst 1976, og María Ingimundardóttir, f. 21. febrúar 1923, d. 28. apríl 1994.

Hilmar var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 8 ára gamall.
Hann lærði vélstjórn í Eyjum og varð sjómaður þar.
Þau Ólöf Þórey giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Hilmar eignaðist barn með Gunni 1997.
Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu á Stöðvarfirði og á Djúpavogi, en síðan í Reykjavík.
Hilmar lést 2022.

I. Kona Hilmars, (skildu), var Ólöf Þórey Halldórsdóttir frá Brautarholti, húsfreyja, f. 11. mars 1952, d. 11. október 2022.
Börn þeirra:
1. Halldóra Jenný Hilmarsdóttir, f. 11. janúar 1969, d. 29. ágúst 2012. Barnsfaðir hennar er Gústaf Adolf Þórarinsson.
2. Ásgeir Guðmundur Hilmarsson, f. 7. maí 1972. Kona hans Eva Björk Hilmarsdóttir.

II. Barnsmóðir Hilmars er Gunnur Sveinsdóttir, f. 15. mars 1980.
Barn þeirra:
3. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, f. 3. nóvember 1997. Sambúðarmaður hennar Júlíus Þórir Stefánsson.

III. Kona Hilmars er Ragnheiður Sverrisdóttir húsfreyja, f. 7. október 1953. Foreldrar hennar voru Sverrir Þorgrímsson, f. 9. maí 1928, d. 25. maí 1988, og Guðbjörg Reimarsdóttir, f. 14. febrúar 1937, d. 23. júní 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.