Halldór Berg Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldór Berg Jónsson iðnrekandi fæddist 5. febrúar 1959 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Berg Halldórsson skipstjóri, verkstjóri, f. 1. júlí 1935, og kona hans Helga Sigurgeirsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 11. nóvember 1936.

Börn Helgu og Jóns Bergs:
1. Halldór Berg Jónsson iðnrekandi, f. 5. febrúar 1959 í Eyjum.
2. Sigurbjörg Jónsdóttir bókari, f. 1. marz 1961 í Eyjum.
3. Ólafur Þór Jónsson pípulagningameistari, f. 6. nóvember 1962 í Eyjum, d. 10. desember 2020 í Hafnarfirði.
Barn Helgu og Meyvants Meyvantssonar:
4. Guðmundur Meyvantsson togarasjómaður í Hafnarfirði, f. 23. október 1955 í Reykjavík.

Halldór Berg var með foreldrum sínum, á Búastaðabraut 11, flutti með þeim til lands í Gosinu 1973.
Hann er gagnfræðingur.
Halldór Berg rekur pökkunarfyrirtækið H-Berg.
Þau Hrönn giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Halldórs Bergs er Áslaug Hrönn Helgadóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1962. Foreldrar hennar Helgi Eggertsson, f. 14. júlí 1932, d. 18. janúar 1985, og Jóhanna Soffía Jóhannesdóttir, f. 18. maí 1930.
Börn þeirra:
1. Helgi Berg Halldórsson, vinnur hjá H-Berg, f. 13. júní 1984.
2. Jón Bjarki Halldórsson pípulagningamaður, f. 3. september 1986.
3. Elísa Ýr Halldórsdóttir sálfræðingur, f. 29. desember 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.