Ólafur Þór Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Þór Jónsson.

Ólafur Þór Jónsson sjómaður, pípulagningameistari fæddist 6. nóvember 1962 í Eyjum og lést 10. desember 2020.
Foreldrar hans voru Jón Berg Halldórsson skipstjóri, verkstjóri, f. 1. júlí 1935, og kona hans Helga Sigurgeirsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 11. nóvember 1936.

Börn Helgu og Jóns Bergs:
1. Halldór Berg Jónsson iðnrekandi, f. 5. febrúar 1959 í Eyjum.
2. Sigurbjörg Jónsdóttir bókari, f. 1. marz 1961 í Eyjum.
3. Ólafur Þór Jónsson pípulagningameistari, f. 6. nóvember 1962 í Eyjum, d. 10. desember 2020 í Hafnarfirði.
Barn Helgu og Meyvants Meyvantssonar:
4. Guðmundur Meyvantsson togarasjómaður í Hafnarfirði, f. 23. október 1955 í Reykjavík.

Ólafur Þór var með foreldrum sínum í æsku, á Búastaðabraut 11, og flutti með þeim úr Eyjum við Gosið 1973.
Hann lærði píplagnir og fékk meistararéttindi.
Ólafur Þór hóf sjómennsku á Sambandsskipunum, en hætti þar við hjónaband sitt, lærði pípulagnir og vann við þær til æviloka.
Þau Guðrún giftu sig 1983, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu lengst í Hafnarfirði, síðast á Fjarðargötu 17.
Ólafur Þór lést 2020.

I. Kona Ólafs Þórs, (10. september 1983), er Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. desember 1962. Foreldrar hennar Guðmundur Einar Guðjónsson, f. 23. mars 1931, d. 23. apríl 1980, og kona hans Björg Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 10. september 1935, d. 7. febrúar 2012.
Börn þeirra:
1. Arndís Helga Ólafsdóttir, f. 11. ágúst 1984. Maður hennar Gunnbjörn Viðar Sigfússon.
2. Magnús Einar Ólafsson, f. 15. maí 1989. Sambúðarkona hans Helga María Guðmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. desember 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.