Hafdís Snorradóttir
Hafdís Snorradóttir, húsfreyja, símavörður, skrifstofumaður, verslunarstjóri, framkvæmdastjóri, fæddist 21. desember 1973.
Foreldrar hennar Snorri Jónsson, rafvirkjameistari, f, 14. nóvember 1943, d. 4. febrúar 2023, og kona hans Þyrí Ólafsdóttir, húsfreyja, sjúkraliði, f. 6. nóvember 1949.
Börn Þyríar og Snorra:
1. Ólafur Þór Snorrason iðnrekstrarfræðingur, f. 23. ágúst 1968. Kona hans Þórunn Júlía Jörgensdóttir.
2. Jón Kristinn Snorrason málari, öryggis- og gæðastjóri hjá Alefli í Mosfellsbæ, f. 13. mars 1970. Kona hans Lilja Harðardóttir.
3. Hafdís Snorradóttir símavörður, skrifstofumaður, verslunarstjóri, framkvæmdastjóri, f. 21. desember 1973. Maður hennar Friðrik Þór Steindórsson.
4. Hafþór Snorrason framkvæmdastjóri, f. 21. desember 1973. Kona hans Dagrún Sigurgeirsdóttir .
5. Bryndís Snorradóttir, aðstoðarskólastjóri, f. 18. maí 1980. Maður hennar Davíð Friðgeirsson.
Þau Friðrik Þór giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Hólagötu 30.
I. Maður Hafdísar er Friðrik Þór Steindórsson frá Tálknafirði, starfsmaður hjá Kubbi á Ísafirði, f. 5. nóvember 1973.
Börn þeirra:
1. Rebekka Rut Friðriksdóttir, f. 11. febrúar 1999.
2. Sindri Þór Friðriksson, f. 12. ágúst 2008.
3. Rakel Rut Friðriksdóttir, f. 26. júní 2005.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hafdís.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.