Hörður Róbert Eyvindsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hörður Róbert Eyvindsson frá Seyðisfirði, verkamaður, sjómaður fæddist 31. desember 1944 og lést 19. júní 1994.
Foreldrar hans voru Eyvind Johansen frá Fuglafirði í Færeyjum, f. 21. október 1920, d. 19. september 1976, og kona hans Jórunn Emilsdóttir Tórshamar húsfreyja, f. 21. janúar 1919, d. 18. júlí 1997 í Eyjum.

Barn Jórunnar með Pétri Björnssyni:
1. Jórunn Rún Pétursdóttir, f. 5. nóvember 1938, d. 30. janúar 2022.
Börn Jórunnar og Eyvind:
2. Hörður Róbert Eyvindsson, f. 31. desember 1944, d. 19. júní 1994.
3. Sunneva Georgia Palina Breiðaskarð, f. 27. ágúst 1948.
4. Ólafur Guðmundur U. Tórshamar, f. 14. ágúst 1949.
5. Ósvald Alexander Tórshamar, f. 8. október 1951.
6. Guðný Anna Tórshamar, f. 18. janúar 1953.
7. Jón Emil Tórshamar, f. 22. apríl 1956.
8. Eyvind Valbjörn Tórshamar, f. 13. apríl 1958.
9. Matthilda María Eyvindsdóttir Tórshamar, f. 31. janúar 1965.

Hörður var með foreldrum sínum.
Hann flutti til Eyja 1974, stundaði sjómennsku og verkamannastörf.
Þau Ingigerður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Guðrún giftu sig 1976, eignuðust tvö börn og Hörður Róbert fóstraði tvö börn Guðrúnar. Þau bjuggu í Nýju-Klöpp við Faxastíg 11.
Guðrún lést 1993 og Hörður Róbert 1994.

I. Fyrrum kona Harðar er Ingigerður Magnhild Sveinsdóttir, f. 30. nóvember 1948.
Börn þeirra:
1. Stefán Sigurður Harðarson, f. 2. ágúst 1959.
2. Friðvör Harðardóttir, f, 17. nóvember 1965.

II. Kona Harðar Róberts, (18. maí 1976), var Guðrún Víglundsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 11. mars 1950, d. 17. október 1993.
Börn þeirra:
1. Helena Ósk Harðardóttir húsfreyja, rekur fyrirtækið Epoxyverk með manni sínum. Hún annast bókhaldið, f. 25. desember 1977. Maður hennar Karl Dan Viðarsson.
2. Birgitta Íris Harðardóttir fiskiðnaðarkona, f. 24. febrúar 1981, d. 25. ágúst 2003.
Börn Guðrúnar og fósturbörn Harðar Róberts:
3. Vilhjálmur Bergsteinsson sjómaður, rekur dekkjaverkstæði, f. 21. ágúst 1968. Kona hans er Sigurlaug Harðardóttir.
4. Jóhann Freyr Frímannsson sjómaður, öryrki, f. 27. maí 1971. Sambúðarkona hans Bergþóra Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.