Guðrún Víglundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Víglundsdóttir frá Akureyri fæddist 11. mars 1950 og lést 17. október 1993.
Foreldrar hennar voru Víglundur Jóhannes Arnljótsson bóndi á Hólum í Fljótum, síðar á Akureyri, f. 18. maí 1916, d. 18. maí 1996, og kona hans Benónía Hermína Marinósdóttir húsfreyja, f. 24. september 1919, d. 21. desember 2002.
Hermína móðir Guðrúnar var dóttir Marinós Jónssonar vélstjóra og pípulagningameistara í Eyjum og Sigríðar Kristínar Gunnarsdóttur, f. 21. september 1892, d. 7. maí 1935.

Börn Hermínu og Víglundar - í Eyjum:
1. Jóhanna Víglundsdóttir, f. 17. júlí 1943, kona Gústafs Sigurlássonar.
2. Helga Víglundsdóttir, f. 25. ágúst 1944, d. 18. september 2015, kona Stefáns Runólfssonar.
3. Guðrún Víglundsdóttir, f. 11. mars 1950, d. 17. október 1993, kona Harðar Róberts Eyvindssonar, látinn.
4. Ragnheiður Víglundsdóttir, f. 16. apríl 1957, kona Garðars Péturssonar, látinn.

Guðrún var með foreldrum sínum.
Hún vann við fiskiðnað, m.a. síldarvinnslu.
Guðrún eignaðist barn með Bergsteini Eiríki 1968.
Hún eignaðist barn með Frímanni 1971.
Þau Hörður giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja 1984, bjuggu í Nýju-Klöpp við við Faxastíg 11.

I. Barnsfaðir Guðrúnar er Bergsteinn Eiríkur Gíslason, f. 2. desember 1945.
Barn þeirra:
1. Vilhjálmur Bergsteinsson sjómaður, rekur dekkjaverkstæði, f. 21. ágúst 1968. Kona hans er Sigurlaug Harðardóttir.

II. Barnsfaðir Guðrúnar er Frímann Grétar Benedikt Jóhannsson, f. 29. júní 1948.
Barn þeirra:
2. Jóhann Freyr Frímannsson sjómaður, öryrki, f. 27. maí 1971. Sambúðarkona hans Bergþóra Guðmundsdóttir.

III. Maður Guðrúnar, (18. maí 1976), var Hörður Róbert Eyvindsson, f. 31. desember 1944, d. 19. júní 1994.
Börn þeirra:
3. Helena Ósk Harðardóttir húsfreyja, rekur fyrirtækið Epoxyverk með manni sínum. Hún annast bókhaldið, f. 25. desember 1977. Maður hennar Karl Dan Viðarsson.
4. Birgitta Íris Harðardóttir fiskiðnaðarkona, f. 24. febrúar 1981, d. 25. ágúst 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.