Fanney Jónsdóttir (Sólvangi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Fanney Jónsdóttir húsfreyja á Sólvangi fæddist 29. janúar 1913 í Reykjavík og lést 31. júlí 1940.
Foreldrar hennar voru Jón Tómasson verkamaður, f. 13. ágúst 1881 á Berustöðum í Ásahreppi, Rang., d. 13. maí 1961, og kona hans Guðrún Sigríður Hákonardóttir frá Háteigi á Akranesi, húsfreyja, f. 7. september 1883, d. 30. desember 1969.

Systir Fanneyjar var Alfífa Ágústa Jónsdóttir húfreyja á Geirlandi og víðar, f. 9. ágúst 1907 í Ánanaustum í Reykjavík, d. 27. október 1997.

Fanney var með foreldrum sínum á Vesturgötu 17 í Reykjavík 1920.
Hún fluttist til Eyja 1929 og var afgreiðslustúlka í Magnúsarbakaríi 1930.
Þau Ágúst giftu sig 1932. Hörður fæddist á því ári á Svalbarði. Þau bjuggu á Sólvangi 1940, þegar hún lést.

Maður Fanneyjar, (15. febrúar 1932), var Ágúst Bjarnason bifreiðastjóri, verslunarmaður, bæjargjaldkeri, ríkisbókari, f. 18. ágúst 1910 í Godthaab, d. 3. janúar 1993.
Barn þeirra var
1. Hörður Ágústsson kaupmaður, verkamaður f. 22. ágúst 1932, d. 22. febrúar 2008.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.