Gylfi Gunnarsson (flugstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gylfi Gunnarsson.

Gylfi Gunnarsson þyrluflugmaður fæddist 6. október 1939 í Rvk og lést 19. október 2013 í Sebring í Flórída í Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru Gunnar Sigurmundsson frá Stapadal í Arnarfirði, prentari, prentsmiðjustjóri, f. 23. nóvember 1908, d. 18. júní 1991, og kona hans Vilborg Sigurðardóttir| frá Rvk, húsfreyja, verkakona, saumakona , klæðskeri, f. 9. febrúar 1913, d. 3. nóvember 2005.

Börn Vilborgar og Gunnars:
1. Gylfi Gunnarsson stýrimaður, ljósmyndari, þyrluflugstjóri í Bandaríkjunum, f. 6. október 1939, d. 19. október 2013.
2. Gerður Gunnarsdóttir flugfreyja, myndlistakona, f. 6. desember 1942.
3. Gauti Gunnarsson vélsmiður á Spáni, f. 15. febrúar 1945.
4. Sigurður Ólafur Gunnarsson flugvirki, flugvélstjóri, f. 29. júlí 1950, d. 2. desember 2022.

Gylfi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði prentaraiðn, fékk skipstjórnarréttindi, lærði flugstjórn í Bandaríkjunum.
Hann fluttist ungur að árum frá Íslandi og lærði og starfaði í Danmörku, Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu, var stýrimaður, ljósmyndari, flugstjóri og þyrluflugmaður, stofnaði flugskóla. Gylfi bjó síðustu æviárin á Flórída í Bandaríkjunum.
Hann lést 2013.

I. Barnsmóðir Gylfa er Bryndís Brynjúlfsdóttir, f. 26. apríl 1941.
Barn þeirra:
1. Sigrún Gylfadóttir starfsmaður Kvikmyndaskólans, f. 25. mars 1962 í Eyjum.

II. Barnsmóðir Gylfa er Greta Larsen í Noregi.
Barn þeirra:
2. Hanna Sund Gylfadóttir hjúkrunarsálfræðingur í Noregi, f. 25. maí 1971. Sambúðarmaður hennar Jimmy Hunstad.

III. Fyrrum kona Gylfa er Debra Marquardt frá Pennsylvaníu. Þau skildu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.