Gunnar Sigurmundsson (prentari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Sigurmundsson frá Stapadal í Arnarfirði, prentari, prentsmiðjustjóri fæddist þar 23. nóvember 1908 og lést 18. júní 1991.
Foreldrar hans voru Sigurmundur Sigurðsson læknir, f. 24. nóvember 1877 í Reykjavík, d. 14. nóvember 1962 í Hafnarfirði, og barnsmóðir hans Guðný Guðmundsdóttir verkakona á Ísafirði, f. 7. október 1881, d. 5. september 1957.

Gunnar fór í fóstur fárra vikna gamall til Guðjóns Árnasonar bónda og konu hans Sigríðar Sigurðardóttur í Austmannsdal í Selárdalssókn í Ketildalahreppi, V.- Barð. Þar var hann 1920.
Hann komst í Gagnfræðaskólann á Akureyri, en lauk ekki prófum vegna veikinda. Gunnar stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal. Hann hóf prentnám í Reykjavík. Því námi lauk í Prentsmiðju Jóns Helgasonar og útskrifaðist Gunnar árið 1938.
Á yngri árum nam hann söng hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara og söng í Karlakór Reykjavíkur og Karlakór verkamanna. Gunnar reri eina vertíð með Ólafi Ingileifssyni á yngri árum sínum.
Þau Vilborg giftu sig 1938, eignuðust fjögur börn. Þau fluttu til Eyja 1945, og þar varð Gunnar prentsmiðjustjóri í Prentsmiðjunni Eyrúnu í 3 áratugi.
Þau bjuggu á Fífilgötu 2, reistu húsið við Brimhólabraut 24 og bjuggu þar síðan uns þau fluttu til Reykjavíkur.
Gunnar átti lengi sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja, var varamaður bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins. Einnig átti hann gildan þátt í starfsemi Leikfélgs Vestmannaeyja, var formaður þess um skeið.
Þau Vilborg bjuggu síðast í Stórholti 20 í Reykjavík.
Gunnar lést 1991 og Vilborg 2005.

I. Kona Gunnars, (14. maí 1938), var Vilborg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1913, d. 3. nóvember 2005.
Börn þeirra:
1. Gylfi Gunnarsson stýrimaður, ljósmyndari, þyrluflugstjóri í Bandaríkjunum, f. 6. október 1939, d. 19. október 2013.
2. Gerður Gunnarsdóttir flugfreyja, myndlistakona, f. 6. desember 1942.
3. Gauti Gunnarsson vélsmiður á Spáni, f. 15. febrúar 1945.
4. Sigurður Ólafur Gunnarsson flugvirki, flugvélstjóri, f. 29. júlí 1950, d. 2. desember 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.