Bryndís Brynjúlfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bryndís Brynjólfsdóttir frá Helgafelli, (Brynjólfsbúð), húsfreyja fæddist 26. apríl 1941.
Foreldrar hennar voru Brynjúlfur Sigfússon kaupmaður, tónlistarmaður, frumkvöðull, f. 1. mars 1885 á Löndum, d. 27. febrúar 1951, og síðari kona hans Ingrid Sigfússon húsfreyja, f. 8. ágúst 1909 í Maribo á Lálandi í Danmörku, d. 8. desember 2013.

Börn Ingrid og Brynjólfs:
1. Aðalsteinn Brynjúlfsson, fæddur 1. nóvember 1936, d. um áramót 2013 og 2014.
2. Bryndís Brynjúlfsdóttir, fædd 26. apríl 1941.
3. Hersteinn Brynjúlfsson, fæddur 22. júní 1945.
4. Þorsteinn Brynjúlfsson, fæddur 3. desember 1947, d. 10. júlí 2000.

Bryndís var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á tíunda árinu. Hún var með móður sinni.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1958.
Bryndís var talsímakona hjá Landsímanum í Eyjum í fjögur ár, flutti til Reykjavíkur 1963 og vann hjá Útvegsbankanum í 37 ár.
Þau Gylfi eignuðust barn 1962.
Þau Ísak Örn giftu sig 1964, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Kópavogi.
Ísak Örn lést 1994.
Bryndís býr í Hafnarfirði.

I. Barnsfaðir Bryndísar er Gylfi Gunnarsson prentari, sjómaður, flugstjóri, f. 6. október 1939 í Reykjavík, síðast í Flórida, d. 19. október 2013.
Barn þeirra:
1. Sigrún Gylfadóttir starfsmaður Kvikmyndaskólans, f. 25. mars 1962 í Eyjum. Hún varð fósturdóttir Ísaks Arnar. Maður hennar Guðmundur Jóhann Ólafsson.

I. Maður Bryndísar, (5. mars 1964), var Ísak Örn Hringsson aðalgjaldkeri, skrifstofustjóri, f. 10. apríl 1930 í Reykjavík, d. 21. desember 1994. Foreldrar hans voru Hringur Vigfússon tollritari í Reykjavík, f. 7. júní 1908, d. 12. júní 1981, og Jósefína Guðrún Ísaksdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1909, d. 8. desember 1969.
Barn þeirra:
2. Anna Brynja Ísaksdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 16. janúar 1965 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Pétur Þór Halldórsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Frændgarður. Björn Magnússon. Prentsmiðjan Leiftur Hf. 1981.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.