Gauti Gunnarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gauti Gunnarsson, vélsmiður, býr á Spáni, fæddist 15. febrúar 1945.
Foreldrar hans voru Gunnar Sigurmundsson frá Stapadal í Arnarfirði, prentari, prentsmiðjustjóri, f. 23. nóvember 1908, d. 18. júní 1991, og kona hans Vilborg Sigurðardóttir frá Rvk, húsfreyja, verkakona, saumakona , klæðskeri, f. 9. febrúar 1913, d. 3. nóvember 2005.

Börn Vilborgar og Gunnars:
1. Gylfi Gunnarsson stýrimaður, ljósmyndari, þyrluflugstjóri í Bandaríkjunum, f. 6. október 1939, d. 19. október 2013.
2. Gerður Gunnarsdóttir flugfreyja, myndlistakona, f. 6. desember 1942.
3. Gauti Gunnarsson vélsmiður á Spáni, f. 15. febrúar 1945.
4. Sigurður Ólafur Gunnarsson flugvirki, flugvélstjóri, f. 29. júlí 1950, d. 2. desember 2022.

Þau Sigrún giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Jaqlin giftu sig. Þau búa á Spáni.

I. Fyrrum kona Gauta er Sigrún Arthúrsdóttir, kennari, f. 10. maí 1936, d. 14. desember 2003.
Börn þeirra:
1. Hrund Gautadóttir, f. 14. nóvember 1967.
2. Arthúr Gautason, f. 28. nóvember 1969.

II. Kona Gauta er Jaqlin, af indversku bergi brotin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.