Gyðríður Reimarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórunn Gyðríður Reimarsdóttir.

Þórunn Gyðríður Reimarsdóttir fæddist 24. júlí 1912 í Sandprýði og lést 2. janúar 1977.
Foreldrar hennar voru Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í A.-Landeyjum, pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 7. júní 1955, og kona hans Anna Magnea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík, húsfreyja, f. 5. febrúar 1887, d. 8. febrúar 1964.

Gyðríður var með foreldrum sínum, í Sandprýði og Fagranesi við Hásteinsveg 34 (Reimarshúsi).
Hún eignaðist barn með Ólafi 1932.
Þau Marteinn fluttu til Noregs, giftu sig þar, bjuggu í Noregi á styrjaldarárunum síðari, komu til Íslands 1946, bjuggu á Álfhólum.
Gyðríður lést 2. janúar 1977 og Marteinn 18. janúar 1977.

I. Barnsfaðir Gyðríðar var Ólafur Jóhann Gíslason frá Mel í Keflavík, sjómaður, f. 15. nóvember 1894, d. 14. júní 1963.
Barn þeirra:
1. Ottó Laugdal Ólafsson sjómaður, bifreiðastjóri, iðnverkamaður, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995. Fósturforeldrar Ottós voru Jón Pétur Björnsson Guðbjartsson frá Stóra-Laugardal í V-Barð., sjómaður, matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 14. júlí 1904, d. 28. febrúar 1993, og kona hans Vigdís Hjartardóttir frá Álftarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.

II. Maður Gyðríðar var Marteinn Kornelíus Olsen (Ólason) verkamaður, norskur, f. 30. nóvember 1907, d. 18. janúar 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.