Gyðríður Reimarsdóttir
Þórunn Gyðríður Reimarsdóttir fæddist 24. júlí 1912 í Sandprýði og lést 2. janúar 1977.
Foreldrar hennar voru Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í A.-Landeyjum, pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 7. júní 1955, og kona hans Anna Magnea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík, húsfreyja, f. 5. febrúar 1887, d. 8. febrúar 1964.
Gyðríður var með foreldrum sínum, í Sandprýði og Fagranesi við Hásteinsveg 34 (Reimarshúsi).
Hún eignaðist barn með Ólafi 1932.
Þau Marteinn fluttu til Noregs, giftu sig þar, bjuggu í Noregi á styrjaldarárunum síðari, komu til Íslands 1946, bjuggu á Álfhólum.
Gyðríður lést 2. janúar 1977 og Marteinn 18. janúar 1977.
I. Barnsfaðir Gyðríðar var Ólafur Jóhann Gíslason frá Mel í Keflavík, sjómaður, f. 15. nóvember 1894, d. 14. júní 1963.
Barn þeirra:
1. Ottó Laugdal Ólafsson sjómaður, bifreiðastjóri, iðnverkamaður, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995. Fósturforeldrar Ottós voru Jón Pétur Björnsson Guðbjartsson frá Stóra-Laugardal í V-Barð., sjómaður, matsveinn, kjötiðnaðarmaður, f. 14. júlí 1904, d. 28. febrúar 1993, og kona hans Vigdís Hjartardóttir frá Álftarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.
II. Maður Gyðríðar var Marteinn Kornelíus Olsen (Ólason) verkamaður, norskur, f. 30. nóvember 1907, d. 18. janúar 1977.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.