Guðveig Björnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðveig Björnsdóttir og Margrét Jónsdóttir.

Guðveig Björnsdóttir húsfreyja fæddist 29. júlí 1880 á Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft. og lést 25. ágúst 1926 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Björn Björnsson bóndi lengst í Hryggjum í Mýrdal, f. 2. október 1844 í Efri-Vík í Mýrdal, d. 22. október 1936 í Hryggjum, og fyrri kona hans Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1844 í Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft, d. 16. apríl 1888 í Hryggjum.

Guðveig var hjá foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1885, í Hryggjum 1885-1893, léttastúlka á Skeiðflöt í Mýrdal 1893-1894, hjá föður sínum í Hryggjum 1894-1897, var vinnukona á Mið-Hvoli í Mýrdal 1897-1898, á Eystri-Sólheimum þar 1898-1899, á Dyrhólum þar 1899-1903.
Hún fór til Eyja 1903.
Þau Maríus giftu sig 1904, eignuðust þrjú börn, en misstu síðasta barnið nýfætt. Þau voru húsfólk á Felli 1906, bjuggu í Framnesi 1910 og 1920.
Guðveig lést 1926 og Maríus 1955.

I. Maður Guðveigar, (16. desember 1904), var Jóhann Maríus Jónsson frá Framnesi, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. febrúar 1883, d. 31. maí 1955.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Maríusdóttir, f. 19. mars 1906, d. 16. janúar 1927.
2. Margrét Lilja Maríusdóttir, f. 19. ágúst 1911 í Framnesi, d. 5. apríl 1932.
3. Jón Maríusson, dó nýfæddur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.