Guðlaug Maríusdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Maríusdóttir frá Framnesi við Vesturveg 3b, heimasæta fæddist 19. mars 1906 og lést 16. janúar 1927.
Foreldrar hennar voru Maríus Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. febrúar 1883 í Nýjahúsi við Heimagötu 3b, d. 31. maí 1955, og kona hans Guðveig Björnsdóttir frá Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, f. 29. júlí 1880, d. 25. ágúst 1926.

Börn Guðveigar og Maríusar:
1. Guðlaug Maríusdóttir, f. 19. mars 1906, d. 16. janúar 1927.
2. Margrét Lilja Maríusdóttir, f. 19. ágúst 1911 í Framnesi, d. 5. apríl 1932.

Guðlaug var með foreldrum sínum í Framnesi í æsku og enn 1926, er móðir hennar lést, og hún var með föður sínum til æviloka 1927.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.