Guðrún Valdimarsdóttir (Litlu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Valdimarsdóttir frá Litlu-Grund, húsfreyja fæddist 19. maí 1930 á Litlu-Grund og lést 17. febrúar 2018.
Foreldrar hennar voru Valdimar Tómasson málari, bifreiðastjóri, f. 23. febrúar 1904 á Barkarstöðum í Fljótshlíð, d. 15. ágúst 1992, og kona hans Svanfríður Jónsdóttir frá Vík á Flateyjardal í S-Þing., húsfreyja, f. 20. júlí 1904, d. 27. ágúst 1951.

I. Barn Svanfríðar Jónsdóttur fyrir hjónaband:
1. Bára Þorgeirsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 1. janúar 1927 í Höfða.

II. Börn Svanfríðar og Valdimars:
2. Rafn Hilmar Eyrbekk Valdimarsson sjómaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1928 á Litlu-Grund, d. 26. október 1962.
3. Guðrún Valdimarsdóttir, f. 19. maí 1930 á Litlu-Grund, d. 17. febrúar 1918.
4. Eygló Valdimarsdóttir, f. 16. febrúar 1932 á Litlu-Grund, d. 7. nóvember 1937.
5. Kolbrún Valdimarsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 2. febrúar 1934 á Litlu-Grund.

III. Barn Vadimars Tómassonar og Guðrúnar Hrefnu Jóhannsdóttur frá Brekku.
6. Kristín Vestmann Valdimarsdóttir, f. 23. júlí 1926 á Brekku, d. 29. desember 1993.

IV. Barn Valdimars og Sigríðar Jónatansdóttur .
7. Guðfinna Jónatans Guðmundsdóttir, f. 29. október 1941.

V. Börn Valdimars og Evu Andersen:
8. Jóhanna Andersen Valdimarsdóttir húsfreyja, f. 29. mars 1946.
9. Laufey Valdimarsdóttir húsfreyja, ritari, f. 22. júní 1947.
10. Valdimar Ómar Valdimarsson blaðamaður, f. 23. mars 1950.

Guðrún var nokkur ár með foreldrum sínum á Litlu-Grund, en þau skildu 1934. Hún var sett í fóstur að Deild í Fljótshlíð og ólst þar upp.
Hún giftist Ívari og átti með honum níu börn.

I. Barn Guðrúnar, ættleitt, var
1. Rósa Sigrún Jóhannsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. maí 1947 í Reykjavík Kjörforeldrar Jóhann Stefán Bogason, f. 27. nóvember 1904 og Halldóra Elín Magnúsdóttir, f. 5. september 1912. Maður hennar, skilin, Jerry Dwane Crozier.

Maður Guðrúnar var Ívar Nikulásson bifreiðastjóri á Hreyfli, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.
Börn þeirra:
2. Gísli Tómas Ívarsson, f. 3. apríl 1949.
3. Nikulás Ívarsson, f. 21. janúar 1954.
4. Svanfríður Eygló Ívarsdóttir, f. 10. september 1955.
5. Rafnhildur Eyrbekk Ívarsdóttir, f. 3. febrúar 1958.
6. Óli Valdimar Ívarsson, f. 13. júní 1959.
7. Kristín María (Ívarsdóttir) Jónsdóttir, f. 10. júlí 1960. Hún er kjörbarn Jóns Óskars Eggertssonar og Oslu Jakobson Eggertsson.
8. Sigurður Hólm Ívarsson, f. 5. febrúar 1964.
9. Ómar Ívarsson, f. 28. nóvember 1966.
10. Yrsa Hörn (Ívarsdóttir) Helgadóttir, f. 11. júní 1968. Hún er kjörbarn Helga Þorsteinssonar og Svanhildar Þorlaugar Björgvinsdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hreyfilsmenn – Saga og félagatal 1943-1988. Ingólfur Jónsson frá Prestbakka tók saman. Hreyfill - Samvinnufélagið Hreyfill 1988.
  • Íslendingabók.is.
  • Kolbrún Valdimarsdóttir.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.