Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir húsfreyja frá Ofanleiti fæddist 11. júní 1878 að Felli í Mýrdal og lést 3. maí 1968 á Akranesi.
Foreldrar hennar voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur, síðast að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.

Börn Oddgeirs og Önnu voru:
1. Guðmundur Oddgeirsson, f. 28. maí 1876 að Felli í Mýrdal, d. 5. nóvember 1920. Stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, kvæntur danskri konu.
2. Jóhanna Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 26. maí 1877 að Felli í Mýrdal, d. 17. nóvember 1906. Hún var miðkona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
3. Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1878 að Felli í Mýrdal, d. 3. maí 1968. Hún var þriðja kona Magnúsar Jónssonar sýslumanns, síðar bæjarfógeta í Hafnarfirði.
4. Margrét Andrea Oddgeirsdóttir húsfreyja í Winnipeg, f. 25. september 1879 að Felli í Mýrdal, d. 6. mars 1966 í Californíu. Maður hennar var Skúli Gissurarson Barneson bakarameistari.
5. Þórður Oddgeirsson, f. 19. september 1880 að Felli í Mýrdal, d. 28. september 1880.
6. Þórður Oddgeirsson, f. 11. nóvember 1881 að Felli í Mýrdal, d. 13. júlí 1882.
7. Jóhannes Oddgeirsson, f. 16. júlí 1882 að Miklaholti, d. 16. júlí 1882.
8. Þórður Oddgeirsson yngsti, prestur og prófastur á Sauðanesi í N-Þing., f. 1. september 1883 í Miklaholti, d. 3. ágúst 1966. Hann var fyrr kvæntur Þóru Ragnheiði Þórðardóttur, síðar Ólafíu Sigríði Árnadóttur.
9. Guðlaug Oddgeirsdóttir verkakona, f. 20. janúar 1885 í Miklaholti, d. 21. desember 1966.
10. Björn Oddgeirsson, tvíburi, verkamaður í Winnipeg, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 9. janúar 1983, ókvæntur.
11. Haraldur Oddgeirsson, tvíburi, f. 18. mars 1886 í Miklaholti, d. 30. júlí 1886.
12. Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 5. júní 1888 í Kálfholti í Holtum, Rang., d. 24. júní 1871. Kona hans var Matthildur Ísleifsdóttir.
13. Ingibjörg Oddgeirsdóttir, f. 17. ágúst 1889 í Kálfholti í Holtum, d. 1. júní 1890.
14. Auróra Ingibjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1890 að Ofanleiti, d. 15. febrúar 1945. Maður hennar var Þorvaldur Guðjónsson formaður. Þau skildu.
15. Sigurður Oddgeirsson vélstjóri og verkamaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1892 að Ofanleiti, d. 1. júní 1963. Kona hans var Ágústa Þorgerður Högnadóttir

Guðrún Sigríður var með foreldrum sínum á Felli í Mýrdal til ársins 1882, fluttist þá með þeim að Miklaholti í Hnappadalssýslu, var með þeim í Kálfholti í Holtum 1886-1889 og fluttist með þeim að Ofanleiti 1890.
Hún var með foreldrum sínum að Ofanleiti 1901.
Jóhanna Andrea systir hennar giftist Magnúsi Jónssyni sýslumanni 1901, en lést 1906. Guðrún Sigríður var bústýra hjá sýslumanni 1906 og giftist honum 1908.
Þau fluttust til Hafnarfjarðar 1909 þar sem Magnús var bæjarfógeti.
Guðrún Sigríður ól 5 börn og varð stjúpmóðir barna systur sinnar. Þau Magnús misstu tvö börn á 1. ári.
Magnús lést 1947. Guðrún Sigríður bjó eftir hann í Reykjavík, en var að síðustu hjá dóttur sinni á Akranesi og þar dó hún 1968.

ctr


Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir, Magnús Jónsson og börn.
Frá vinstri: Guðrún (dóttir Jóhönnu Andreu), Anna, Oddgeir, Baldur Jóhann, Jón (sonur Jóhönnu Andreu).


Maður Guðrúnar Sigríðar, (21. ágúst 1908), var Magnús Jónsson, þá sýslumaður í Eyjum, f. 27. desember 1865, d. 27. desember 1947. Hún var þriðja kona hans.
Börn þeirra:
1. Anna Magnúsdóttir, f. 14. mars 1909 á Hofi, d. 29. maí 1909.
2. Oddgeir Magnússon lögfræðingur, f. 21. ágúst 1910 í Hafnarfirði, d. 2. júní 1962. Hann var ókvæntur og barnlaus.
3. Baldur Jóhann Magnússon lögfræðingur, fulltrúi í Hafnarfirði, f. 7. mars 1912, drukknaði 21. maí 1938. Hann var ókvæntur og barnlaus.
4. Anna Magnúsdóttir síðari, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, f. 23. júní 1913 í Hafnarfirði, d. 27. desember 1982. Maður hennar var Njáll Guðmundsson skólastjóri á Akranesi.
5. Jóhanna Magnúsdóttir, f. 15. desember 1917, d. 12. apríl 1918.
Stjúpbörn Guðrúnar Sigríðar, börn Magnúsar og Jóhönnu Andreu systur hennar voru:
6. Guðrún Magnúsdóttir Tuliníus húsfreyja í Reykjavík, f. 16. september 1902 í Godthaab, d. 26. mars 1998.
7. Oddgeir Magnússon, f. 11. október 1903 í Godthaab, d. 21. október 1907.
8. Jón Magnússon stýrimaður, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 28. mars 1906, d. 13. febrúar 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.